Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1993, Side 23

Ægir - 01.01.1993, Side 23
deikl þeirra mjög og eru þeir nú að mestu horfnir af þessu svæöi. Ennfremur má sjá að engir áberandi sterkir árgangar hafa bæst í stofninn sem eins og tveggja ára fiskur síðustu 6 árin. Þó kemur árgangur 1989 ívið skár út á norðursvæði árið 1992 sem þriggja ára fiskur en fyrri vísbendingar gáfu til kynna. Aldursdreifing þorsks á suðursvæði er nánast and- hverfa aldursdreifingarinnar á norðursvæði, þ.e. mest er um eldri fisk á fyrrnefnda svæðinu en yngri á því síðar- nefnda. Á árunum 1985 til 1987 eru aldursflokkar tiltölu- lega jafnir. Þó má sjá árgangana 1983 og 1984 í nokkru nragni sem tveggja og þriggja ára fisk þegar árið 1986. Hlutdeild þessara árganga og árgangs 1985 vex mjög á árunum 1988 og 1989. Hlutdeild árgangs 1983 minnkaöi síöan talsvert 1990 (7 ára) og 1991 (8 ára). Árgangur 1984 stóð hins vegar í stað sem 7 ára á árinu 1991 og má rekja það til þorskgöngu frá Grænlandi árið 1990. Ekki virðist nein viðbótarganga hafa kornið 1991, sem menn höfðu þó vonast til, og ekki að sjá nein merki þess í stofnmælingu 1992. Nú er svo komið að á suöursvæði einkennist aldursdreifing stofnsins af eintómum lélegum árgöngum. b) Ýsa A 11.-12. mynd er sýnd aldursdreifing eins til tíu ára Ýsu í stofnmælingum 1985 til 1992. Undanfarin ár hafa árgangar 1984 og 1985 verið uppistaðan í ýsustofninum. hessum árgöngum, einkum árgangi 1985, má fylgja eftir í gengum stofninn einkum á suðursvæði, en einnig á norðursvæði árin 1986 til 1988. í stofnmælingunni 1990 einkenndist aldursdreifing ýsunnar, einkum á noröur- svæði, af heldur jafnari árgangastærð eins til sjö ára ýsu. A suðursvæði var 5 ára ýsa af árgangi 1985 enn áber- andi. Jafnframt var eins árs ýsa af árgangi 1989 í tals- verðu magni. Á árinu 1991 voru tveir yngstu árgangar stofnsins yfirgnæfandi í fjölda. Þessir árgangar frá árun- Uni 1989 og 1990 komu svo enn betur fram í stofnmæl- lngunni 1992. Sérstaklega sterkur er árgangurinn frá 1990. Meöalþyngd eftir aldri ct > Þorskur Meðalþyngd þorsks á suöursvæði hefur farið lækk- andi undanfarin ár, en hækkaði eilítiö hjá 4-7 ára þorski 1992. Hins vegar var meðalþyngd 8 ára þorsks sú lægsta síðan 1985, enda hefur þessi árgangur vaxiö hægar þar sem hann er að hluta til kominn frá Grænlandi. Þó að meðalþyngd á norðursvæði hafi verið nokkuð breytileg frá ári til árs, reyndist hún vera meö iægsta móti 1992 hjá þorski yngri en 7 ára. Hlutdeild elsta þorsksins á þessu svæði er það lítil að þeirri hækkun í meðalþyngd sem lesa má út úr gögnunum verður að taka með fyrirvara. b) Ýsa Meðalþyngd ýsu á suðursvæði reyndist lægst undan- farin 6 ár árið 1990. Meðalþyngdin árin 1991 og 1992 reyndist hærri hjá flestum aldursflokkum en var árið 1990. Svipaðrar þróunar gætir einnig á norðursvæði, en þar reyndist ýsan einnig léttust árið 1990. Hjá fimm til sjö ára ýsu reyndist meðalþyngd ýsu árið 1991 og 1992 nokkuð hærri en árið 1990. Þriggja ára ýsa var svipuð að þyngd 1985-92, en meðalþyngd tveggja ára ýsu hefur farið minnkandi síðan 1985 og var meðalþyngd hennar 1992 sú lægsta á rannsóknatímabilinu. Stofnvísitölur Þau stofnstærðargildi sem fást úr SMB-gögnum eru nefnd stofnvísitölur. Þessar stofnvísitölur eru gefnar upp í fjölda fiska og í þyngd. Reiknaður er meðalfjöldi/þyngd fiska í staðaltogi (4 sjm.) á undirsvæðum sem afmarkast af reitum með sömu veiðilíkur þorsks. Meöaltal allra undirsvæða er síðan vegið með flatarmáli svæðanna. Meðalafli í togi sem fæst á þennan hátt er síðan marg- faldaður með hlutfalli heildarflátarmáls rannsóknasvæðis- ins og yfirferðar (flatarmáls) botnvörpunnar í staðaltogi, og fæst þá svokölluð stofnvísitala. Þessi reikniaðferð er notuð í þessari skýrslu nema annað sé tekið franr. Af ýmsum ástæðum er stofnvísitala í mörgum tilvikum lægri en raunveruleg stofnstærð: í fyrsta lagi er lóðrétt opnun botnvörpunar um 2-3 m, þannig að fiskur sem heldur sig lengra frá botni er utan gagnasöfnunarsviðs- ins. í öðru lagi má gera ráð fyrir að hluti þess fisks sem lendir í opi vörpunnar sleppi áður en hann berst inn í vörpuna og í þriðja lagi að eitthvað sleppi út um möskva vörpunnar. Framangreindir þættir eru að sjálfsögðu mis- munandi eftir tegundum og stærðardreifingu viðkomandi tegundar, en aðferðin gerir ráð fyrir að sama tegund sýni sviþaða hegðun frá ári til árs. 1. TBL. 1993 ÆGIR 19

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.