Tímarit lögfræðinga - 01.06.1959, Qupperneq 4
II.
Sérkenni ættleiðingar. Sögudrög. Löggjöf um ættleiðingu.
Hugtakið ættleiðing í lagamáli lýtur að þeim lagatengsl-
um, sem skapast milli tveggja aSilja, ættleiSanda og ætt-
leiSings, samkvæmt leyfi stjórnvalds, og er hér að jafn-
aði fóstursambandi til að dreifa. ÖSrum þræSi er stjórn-
valdsgerningurinn, stjórnvaldslevfiS, nefnt ættleiSing. Ætt-
leiðing liefur i för með sér ýmiskonar lagatengsl milli ætt-
leiðanda og ættleiðings, framfærslurétt og framfærslu-
skyldu, erfðatengsl, sem að vísu eru ekki gagnvirk, for-
eldravald og lögráð hverfa til ættleiðanda, kenningarnafn
kjörbarns breytist að jafnaSi, og ýmis fleiri lagaáhrif
eru viS ættleiðinguna tengd. Eftir gildandi lögum hér á
landi eru þó ekki rofin meS öllu tengsl að lögum milli
kynforeldra harns og barns, sem ættleitt liefir verið,
erfðaréttur helzt t. d., og hefur kynforeldri rikari erfSa-
rétt eftir barn en kjörforeldrar þess, ríkisfang kjörbarns
fer eftir ríkisfangi foreldris þess og aulc þess getur hið
upprunalega lagasamband milli kynforeldris og kjörbarns
raknað við að nýju, ef ættleiðing er felld niður. I reynd-
inni verður þó oft harla litið úr sambandi þessara aðilja,
tengslin rofna oft gersamlega. Eftir islenzkum ættleið-
ingarlögum skapast ekki fjölskjddutengsl að lögum milli
kjörbarns og ættmenna kjörforeldris, sbr. 13. gr. ættleið-
ingarlaga, lagatengslin eru nær einskorðuð við ættleið-
anda og ættleiðing, og er því ættleiðing ekki allskostar
réttnefni á þessu lagaúrræði. í reyndinni eru kjörbörn
þó langoftast talin fyllilega til fjölskyldu kjörforeldra,
einnig af liendi ættingja kjörforeldra.
Frá fornu fari hefur það tíðkazt mjög hér á landi, að
börn séu tekin i fóstur, og alast þau þá upp með fóstur-
foreldrum sínum og fjölskvldu þeirra, en ekki kynfor-
eldri sínu. Er það mjög tíðkanlegt enn, svo að fullyrða
má, að ekki hafi nema brot af þeim börnum, sem i fóstri
eru, réttarstöðu kjörbarna. í reyndinni þarf ekki að vera
66
Tímarit lögfræðinga