Tímarit lögfræðinga - 01.06.1959, Blaðsíða 6
veizlu foreldris við fóstra, í guðsþaklcaskyni o. s. frv.
Þessi lagasetning um fósturbörn féll niður með lögleiðslu
iögbókanna. f þeim voru bins vegar tekin álcvæði um
ættleiðingu, sbr. Járnsíðu, Eirfðatal 16 og Jónsbók, Ivvenna-
giftingar 9, sem síðar var brevtt með réttarbót Hákonar
kon. Magnússonar 1314, 12. gr. Ættleiðing samkv. lögbók-
unum er allt annars konar gerningur en ættleiðing að
nútíma rétti. Samkv. Grágásarlögum var ekki heimild
fyrir mann að bæta réttarstöðu óskilgetins barns sins
eða frænda — réttindi óskilgetins manns voru einskorð-
uð að lögum og varð ekki við því haggað. Með ákvæðum
lögbókanna urðu þau stefnuhvörf að þessu leyti, að manni
var heimilt að leiða óskilgetið barn sitt og frændum óskil-
getna frændur sína i ætt sina með sérstökum, formbundn-
um gerningi. Hafði ættleiðingin þau áhrif að lögum, að
hinn ættleiddi tók arf eftir ættleiðanda. Ávallt þurfti at-
beina þess og samþykki til ættleiðingar, sem framar stóð
ættleiðingi til arfs. Tók ættleiðingur þann arf eftir ætt-
leiðanda, sem erfingjar hans játa undan sér við ættleið-
inguna. Að sumu leyti var þvi hér um afsal arfs að tefla
af hendi erfingja til hagsbóta fyrir þann, sem ættleiða
skyldi. Væntanlega verður að skilja ákvæði Jónsbókar
svo, að arfleiðanda hafi verið frjálst að ráðstafa fjórð-
ungs- eða tíundargjöf samkv. Kvg. 28 til t. d. óskilgetins
barns síns, þótt ekki sé það fullvíst, og hafi þá ekki þurft
við samþykki erfingja. Ættleiðingin var samkv. þessu úr-
ræði til að skapa erfðatengsl milli ættleiðanda og ætt-
leiðings, og hlaut ættleiðingur ekki ríkari erfðarétt gagn-
vart ættmennum sinum öðrum en hann hafði fyrir —
til þess þurftu þeir að ættleiða bann. Ættleiðingin fól
ekki eða þurfti ekki að fela í sér fóstur eða uppeldi barns
af liendi ættleiðanda, og er ekki vikið að neinum laga-
áhrifum öðrum en erfðarétti í lagaákvæðunum. Ekki er
þó ósennilegt, að ættleiðingur hafi tekið rétt ættleiðanda.
Eins og kunnugt er, voru erfðaákvæði þessi vegna ættleið-
ingar ærið ófullkomin og urðu miklar greinir með erfingj-
68
Timarit lögfr'nöinga