Tímarit lögfræðinga - 01.06.1959, Síða 16
tveggja barna, einstæðum körlum ættleiðing tveggja barna
og einstæðri konu ættleiðing eins barns. Hinar svonefndu
fjölskvlduættleiðingar, svo sem það huglak er venjulega
skýrt í þessu sambandi erlendis, þ. e. ættleiðing af bendi
stjúpfeðra og móður- eða föðurforeldra, grípa yfir rösk
42% allra ættleiðinga. Hliðstæð tala í Danmörku er talin
vex-a 25% (sbr. t. d. Trolle í T. f. R. 1956, bls. 4), og er
þetta athyglisverður munur, sem hér skal ekki reynt að
skýra — yfirleitt er það svo, að margt í sifjarétti horfir
öðruvísi við í framkvæmdinni hér á landi en annars stað-
ar á Norðurlöndum.
Svo sem greint var, nerna svonefndar fjölskylduætt-
leiðingar um 42% allra ættleiðinga hér á landi. Nú er
ljóst, að skýra má hugtakið fjölskylduættleiðingu nokkru
rýmra en gert var liér að framan, og láta það ná yfir öll
þau tilvik, þar sem sifja- eða venzlatengsl eru milli barns
og annars eða beggja ættleiðenda. Þess er getið í allmörg-
um ættleiðingarbeiðnanna, sem eklci komast undir ofan-
greindar fjölskylduættleiðingar, að barn sé skylt eða venzl-
að ættleiðendum, t. d. eru ættleiðingar systra á systkina-
börnum sínum ekki fátíðar eða ættleiðingar af hendi föð-
ur- eða móðursystkina móður. (í Danmörku er talið, að
þessar ættleiðingar og ættleiðingar af bendi móður. eða
föðui'foreldra nemi um 12% allra ættleiðinga, sbr. Trolle
i T. f. R. 1956, bls. 5). Fjölskylduættleiðingar í þessai'i
í'ýmri merkingu verða því nokkru fleiri en framan-
greindi’i tölu, 42%, nemur. Hlýtur það að setja veruiega
mark sitt á islenzkar réttarreglur um ættleiðingu, hve slilcar
fjölskvlduættleiðingar eru tíðar, því að í ýmsum efnum
eiga aðrar reglur við um þær heldur en ættleiðingar, þar
sem engin sifjatengsl eru fyrir milli ættleiðenda og ætt-
leiðings. Á þetta við bæði um undanfara og undirbúning
ættleiðingar, og þó einkum réttaráhrif.
Þvi miður varð elcki ráðið af fi-amangreindum gögn-
um, í hve mörgum tilfellum ættleiðendur áttu börn fyi’ir.
Langoftast eru ættleiðendur barnlaus bjón, en ég liefi
78
Tímarit lögfrœöin-ja