Tímarit lögfræðinga - 01.06.1959, Qupperneq 21
reyndinni er það dómsmálaráðuneytið, sem leysir úr þess-
um málum, og ætti þá að haga lagaákvæðunum í sam-
ræmi við þann veruleika.
Til grundvallar ættleiðingarleyfi verður að liggja beiðni
ættleiðenda, samþykki forráðamanna barns og stundum
þess sjálfs, umsagnir tiltekinna vandamanna þurfa að
koma til, svo sem föður óskilgetins barns eða föður eða
móður barns skilinna foreldra, umsagnir barnaverndar-
nefnda og sóknarprests eða forstöðumanns trúfélags, skil-
ríki fyrir því, að ættleiðendur séu í bjúskap og hafi óflekk-
að mannorð, fæðingarvottorð harns og auk þess er ýmissa
sérstakra upplýsinga þörf, þegar sérstæð tilvik ber að
höndum. í sumum löndum, t. d. Þýzkalandi, er atbeini
dómstóls eða stjórnvalds fólginn í að staðfesta samkomu-
lag ættleiðingarbeiðanda og forráðamanns barns og gæta
þess þá, hvort lögmæltum skilvrðum, sem tæmandi eru
talin í lögunum, sé fullnægt, enda eiga ættleiðingarbeið-
endur þá lagakröfu á að fá levfi, ef þessum skilyrðum
er fullnægt. Islenzkum lögum er annan veg farið. Að vísu
greina þau tiltekin skilyrði, sem ættleiðendur verða að
fullnægja og eru óhjákvæmileg, en til viðbótar segir svo
í 8. gr. ættleiðingarlaganna, að ættleiðing verði elcki veitt,
nema ætla megi liana lieppilega kjörbarni. Samkvæmt
þessu gætir hér verulega mats um það, hvort veita skuli
ættleiðingarleyfi eða ekki, og í þessu efni eins og öðru,
þegar taka skal ákvarðanir um börn, kveða lög svo á,
að það séu þarfir og hagur barnanna sjálfra, sem sitja
skuli i fvrirrúmi við þetta mat. Sakir þessa fer þvi fjarri,
að rétt sé að einskorða atbeina dómsmálaráðuneytisins
við það eitt, að kanna það, hvort hinum einstaklegu laga-
skiiyrðum sé fullnægt — þótt þau séu ekki til fyrirstöðu
ættleiðingu, geta ýmis atvik, sem varða hagi kjörharns
og kjörforeldra, gert það varhugavert að fallast á beiðnina.
Er liöfuðnauðsvn á því, að hver umsókn sæti grandgæfi-
legri athugun og væri æskilegt, að ráðunevtið gæti hyggt
mat sitt á skýrslu kunnáttumanna um uppeldishæfni ætt-
Tímarit lögfrœöivja
83