Tímarit lögfræðinga - 01.06.1959, Síða 23
er skyldur kjörbarni. 1 Sovét-Rússlandi og öðrum Austur-
Evrópulöndum er lögræðisaldurinn, sem þar er 18 ár, yfir-
leitt látinn duga í þessu efni.
í Bandaríkjunum er lögræðisaldur, 21 árs aldur, vfirleitt
látinn ráða á þessu sviði, en í sumum rikjum geta hjón
ættleitt börn, þótt þau séu undir 21 árs aldri.
1 sambandi við aldur er það mjög tíðkað í erlendri ætt-
leiðingarlöggjöf að áskilja, að tiltekinn aldursmunur sé
á kjörforeldri og kjörbarni, t. d. 15 ára aldursmunur (svo
sem er i Belgiu, Frakklandi, Luxemborg og Spáni), 18 ára
aldursmunur (svo sem í Albaníu, Grikklandi, V.-Þýzka-
landi, Hollandi (18—50 ára munur) og ítalíu, þar sem
þessi munur er undanþægur niður í 16 ár, Austurriki.
Sviss) eða 21 ár (svo sem er í Bretlandi). í fjórðungi af
ríkjum Bandaríkjanna er áskilinn slíkur munur, oftast
10 ár, en i sumum tilfellum 15 eða 16 ár. Slík tilhögun
sem þessi er komin úr rómarétti, og var þar reist á því, að
ættleiðingin ætti að líkjast sem mest þeim aðstæðum, þ. á
m. um aldursmun, er tíðastur væri bjá foreldrum og
börnum þeirra („adoptio naturam imitatur“). Hér á landi
er ekki skilinn til neinn sérstakur aldursmunur ættleiðanda
og ættleiðings, en æskilegt er, að nokkur aldursmunur sé
hér á, og er það eitt þeirra atriða, sem ráðuneyti ber að taka
tillit til, er það metur, hvort ættleiðing séhagfelld fyrirkjör-
barn. Geta má þess, að i Danmörku liefir verið hafnað um-
sókn um ættleiðingu, þar sem aldursmunur á ættleiðing-
arbeiðanda og ættleiðingi var 10 ár.
Yarla mun þörf á þvi að lækka þann lágmarksaldur, sem
greindur er í 1. gr. ættleiðingarlaga. Helzt kæmi til greina
að heimila að vikja frá lionum, ef ættleiðandi er stjúpfaðir
eða stjúpmóðir barns — og móðir eða faðir er undir 25
ára aldri — eða ættingi barns, en brýn þörf mun ekki vera
á slíkri breytingu.
1 ættleiðingarlögunum norrænu er ekki sett ákvæði um
hámarksaldur ættleiðenda. Það vakir að jafnaði fyrir ætt-
leiðanda að veita kjörbarni fóstur og framfærslu, sbr. 8.
Tímarit lögfrœöinga
85