Tímarit lögfræðinga - 01.06.1959, Síða 25
2. Aðrir hagir kjörforeldra.
Samkv. 2. gr. ættleiðingarlaganna er meginreglan sú, að
lögræðissviptum manni er fyrirmunað að fá leyfi til ætt-
leiðingar, Ef lögræðissvipting hefir verið felld niður, er
hún ekki framar því til fyrirstöðu, að leyfi verði veitt, en
ástæður þær, sem réðu lögræðissviptingu, geta verið þess
konar, að hlutaðeigandi manni verði ekki veitt leyfi til
ættleiðingar samkv. 8. gr. ættleiðingarlaganna. í tveimur
tilvikum verður lögræðissviptum manni leyfð ættleiðing.
í fvrsta lagi, ef hann gerist ættleiðandi ásamt malca sín-
um og í öðru lagi, ef hann kýs að ættleiða barn maka
síns, þ. e. viðkomandi er stjúpfaðir eða stjúpmóðir barns-
ins. Við þessar tvenns konar aðstæður kemur lögræðis-
svipting sýnilega síður að sök en endranær. Ef lögræðis-
svipting stafar af fáviti eða sálsýki, eru engar horfur á,
að rnanni vrði veitt ættleiðingarleyfi og svo gæti verið í
fleiri tilvikum. Við endurskoðun norrænu ættleiðingarlag-
anna 1954 var rýmkuð heimildin til að veita lögræðis-
sviptum manni ættleiðingarleyfi, enda getur verið ástæða
til að fallast á umsókn, þegar svo stendur á, t. d. þegar barn
liefir verið i fóstri hjá viðkomandi manni,en hann er ekkill
og hefir ekki komið í framkvæmd að leita ættleiðingarleyf-
is, fyrr en barn er nokkuð upp komið. Samþvkki lögráða-
manns verður þá að koma til. Mun vera æskilegt að brevta
islenzku ættleiðingarlögunum til samræmis við þessi nýju
lagaákvæði á Norðurlöndum.
Meginreglan um kosti þá, sem ættleiðandi þarf að vera
búinn, er i 8. gr. laganna. Samkv. þvi verður ættleiðandi
að vera fær um að veita barni viðhlítandi uppeldi, enda
verður leyfi ekki veitt, nema ætla megi að ættleiðing sé
barninu heppileg. Tekið er sérstaklega franr, að ættleið-
andi skuli liafa óflekkað mannorð og eigi háður siðferðis-
legum, heilbrigðislegum eða fjárhagslegum annmörkum,
eins og það er orðað í lögunum.
Um óflekkað mannorð í þessu sambandi skal þess eins
Tímarit lögfrœöinga
87