Tímarit lögfræðinga - 01.06.1959, Síða 35
andstætt því, sem oft er um fjármunaréttargerninga. Gegn-
ir þessu einnig um samþykki til ættleiðingar. í norskum
hæstaréttardómi frá 1939 (N.Rt. 1939, bls. 365, T.f.R. 1939,
bls. 261—4) var ættleiðing ógilt vegna ágalla á samþykki,
þar sem talið var, að móðir óskilgetins barns, sem var
greindarlítil, befði ekki gert sér grein fyrir eðli og skuld-
bindingargildi samþykkisins, enda liefði hún staðið í þeirri
trú, að hún gæti bvenær sem er tekið barnið aftur til sín.
í þessum dómi varð mikill ágreiningur dómenda, atkvæði
stóðu 4 á móti 3, og liefir dómur þessi sætt nokkurri gagn-
rýni fræðimanna. I ættleiðingarmáli því, er Hæstiréttur
dæmdi 24. jan. 1959, var því m. a. haldið fram, að móðir
óskilgetins barns hefði ekki gert sér grein f}rrir eðli og
réttaráhrifum yfirlýsingar um afsal foreldravalds. Meiri-
bluti Hæstaréttar féllst ekki á þá staðhæfingu.
Mál til ógildingar á ættleiðingu vegna ágalla á samþykki
— og gildir raunar einu, þótt ógildi sé byggt á öðrum atvik-
um — verður að höfða jafn skjótt og föng eru á, og má
ella búast við, að dómstólar neiti að ógilda ættleiðingu,
enda er varbugavert að rjúfa þau tilfinningatengsl, sem
skapazt hafa og það iögsamband, sem ríkt hefir um all-
langan tíma.1) I sænskum dómi frá 1938 (NJA 1938, bls.
494) voru málsatvik þau, að óskilgetið barn hafði verið
ættleitt 1928 án samþykkis móður. Hún höfðaði mál til
ógildingar ættleiðingu níu árum siðar. í HR Svíþjóðar var
kröfu hennar hrundið þegar vegna tómlætis, sem bún
bafði sýnt um böfðun málsins. í tveimur dönskum dóm-
um var og talinn galli á samþykki móður, en ekki þótti
bann svo mikils báttar, að ógildi gæti varðað (U 1941,
bls. 37, sjá og U 1931, bls. 743 neðanmáls, þar sem gerð
er grein fyrir máli i U 1930, bls. 914).
d. Form samþykkis. I islenzku ættleiðingarlögunum
1) Raunar er hugsanlegt, að ættleiðing sé felld niður, en
hrundið sé kröfu um afhendingu barns, sbr. einkum 16. gr. laga
87/1947.
Tímarit lögfrœöinga
97
7