Tímarit lögfræðinga - 01.06.1959, Blaðsíða 48
eldri séu t. d. bœði islenzk eða kjörfaðir, en barn það,
sem ættleitt er, hefir erlendan ríkisborgararétt, fær barn-
ið ekki islenzkt ríkisfang við ættleiðinguna. Er þessu svo
háttað um öll Norðurlönd og a.m.k. i flestum öðrum lönd-
um Evrópu, að Bretlandi undanskildu. Sama regla gildir
og í Bandaríkjunum. Samkvæmt brezkum lögum frá 1952
hlýtur barn brezkt ríkisfang við ættleiðingu, og er það
lokastigið i þróun brezks réttar til þess að skapa kjör-
barni jafnrétti á við eigin börn kjörforeldra, en sú stefna
hefir verið mjög rik í brezkum rétti síðasta áratuginn.
Nýlega hefir sú skoðun komið fram á Norðurlöndum,
að norrænu ríkisfangslögunum ætti að breyta í það liorf,
að ættleiðing fái mönnum ríkisfangs. Við þá tilhögun
er þó m.a. það að athuga, að hætt er við, að ættleiðing
vrði misnotuð í því skyni að afla börnum og jafnvel ful-
tíða mönnum ríkisfangs, og gæti það dregið úr gildi ætt-
leiðingar almennt. í öðru lagi þarf ættleiðing sem slik
ekki að skapa ættleiddum manni svo náin tengsl við Is-
land, að eðlilegt sé að ísland helgaði sér liann sem ríkis-
borgara að svo stöddu. í þriðja lagi er æskilegt, að börnin
sjálf fái að ráða þvi, er þau öðlast vit og þroska, hvort
þau kjósi íslenzkt ríkisfang, og enn er á það að líta, að
hér á landi er íslenzkt ríkisfang tiltölulega auðfengið
eftir lagaleiðum (naturalisation). Sums staðar eru og
settar sérreglur um veitingu ríkisborgararéttar með lög-
um, er kjörbörn eiga i hlut, t. d. fæst ríkisborgararétt-
ur með lögum í Danmörku yfirleitt 1% ári eftir að ætt-
leiðing befir farið fram og í Bandaríkjunum venjulega
2 árum eftir að barn, sem bandarískir borgarar ættleiða,
hefir orðið dvalfast þar i landi. Hér á landi er langtiðast,
að erlent barn sé ættleitt af íslenzkum stjúpföður, og er
þá að jafnaði heppilegast, að móðir og barn liafi eitt og
hið sama ríkisfang og tengslin séu ekki rofin þar á milli,
svo sem vel gæti orðið, ef ættleiðing ylli því, að kjörbarn
hlyti ríkisfang af sjálfu sér við ættleiðingu.
110
Tímarit lögfrœSinga