Tímarit lögfræðinga - 01.06.1959, Side 63
útlend orð að ræða, en ruglingur vegna svipaðra eða sömu
merkingar útlendra orðmerkja verður þó ekki talin vera
fyrir liendi, nema gera megi ráð fyrir að verulegur liluti
væntanlegra kaupenda vörunnar skilji hinar erlendu
merkingar orðanna. Á hinn bóginn er Ijóst, að ruglings-
liætta er alltaf möguleg af þessum sökum, ef um er að
ræða íslenzk orð sömu merkingar, enda þótt gjörólík séu
í framburði eða útliti. Samkvæmt þessari reglu mætti
t. d. gera ráð fyrir, að hætta væri fyrir hendi um að villst
yrði á vörumerkjunum „Öldu-kex“ — Báru-kex“, þar
sem merkingin er nákvæmlega sú sama í báðum, enda
þótt orðin „alda“ og „bára“ séu í sjálfu sér gjörólík að
stafsetningu og framburði.
Enn má benda á eina ástæðu, sem orðið getur til þess
að villst verði á merkjum, og ekkert á skjdt við likan
framburð, útlit eða merkingu. Kunnugt er, að ýmsar
þekktar vörur hafa í munni almennings til hægðarauka
og stvttingar í framburði lilotið önnur nöfn en framleið-
andi þeirra hefur gefið þeim í vörumerkjaskránni. Slik
„gælunöfn“, ef svo má segja, eru þá venjulegast dregin
af vörumerki framleiðandans, eða þá einhvers konar
stytting á' því. Kveði svo verulega að slíkri notkun al-
mennings á nafni, sem dregið er af hinu upprunalega
vörumerki, að varan sé almennt þekkt undir því nafni,
þá er ljóst, að annnað vörumerki, sem líkjast kann þessu
nafni getur orðið til þess að valda ruglingi. Sem dæmi um
þekkta styttingu á frægu vörumerki má í þessu sambandi
t. d. benda á orðið „Coke“. Sé beðið um „Coke“ vita víst
flestir að átt er við svaladrykkinn „Coca-Cola“. Orðið
„Coke“ og öll þau vörumerki fyrir sams konar svaladrj'kk,
sem líkjast orðinu „Coke“ myndu þvi vera til þess fallin
að blekkja menn í viðskiptum, þótt ólík séu í framburði
binu skráða vörumerki „Coca-Cola“.
Þá munu margir bér á landi kannast við vörumerkið
„Elefant", sem bér var um langt skeið notað fvrir cigar-
ettur. Manna á milli gengu þessar cigarettur ætið undir
Tímarit lögfrœöinga
125