Tímarit lögfræðinga - 01.06.1959, Blaðsíða 69
helginnar sem lieildar; sömu atriði, landfræði, efnahags-
ástæður o. s. frv. hafa ekki eingöngu áhrif á þörf strand-
rikisins til þess að draga beinar grunnlínur, heldur og til
þess að marka sér vtri mörk landhelginnar rúm, ekki síð-
ur en innri mörkin. Meginrök dómstólsins fyrir því að
hann taldi heinar grunnlínur löglegar voru, auk hinnar
sérstöku lögunar strandarinnar, „practical needs and local
requirements“ strandrikisins, ásamt „certain economic
interests peculiar to a region“. Þau rök gilda ekki síður
um nauðsyn á víðri landhelgi en beinum grunnlínum og
þau ríki, þar sem staðhættir eru slíkir, sem í dómnum
segir, munu tvimælalaust geta bent á hann sem heimild
fyrir því að þeim sé leyfilegt að marka landhelgi sína víð-
ari en öðrum rikjum er ella kleift.
Slík lieimild felst í lögjöfnun frá orðum dómstólsins
um þá þætti, er áhrif hafa á mörkun landhelginnar, ef
ekki er talið, að dómstóllinn hafi beinlinis haft í huga
mörkun landhelginnar almennt, er hann skráði leiðbein-
ingarreglur sínar.1)
Gildi þessarar heimildar sem réttarskapandi þáttar verð-
ur og enn mikilvægara fyrir þá sök, að ekki er unnt að
1) f svari brezku ríkisstjórnarinnar við spurningu Þjóðréttar-
nefndar Sameinuðu þjóðanna um það hverja brezka stjórnin teldi
víðáttu landhelginnar (United Nations Document A/CN. 4/90,
bls. 18—25) vitnar stjórnin til kaflans í dómnum, sem rætt var
um hér að framan: ,.The delimitation of sea areas ... “ (I.C.J.
Reports 1951, bls. 132). Síðan segir í svari ríkisstjórnarinnar:
,,It is clear, therefore, that neither as regards the breadth of
the territorial sea nor as regards the manner of its delimitation
are States entitled to act entirely at their own discretion". Af
þessum ummælum er ljóst, að brezka ríkisstjórnin hefir skilið
ummæli dómstólsins svo, að hann hafi hér ekki aðeins rætt um
mörkun grunnlínanna, heldur mörkun víðáttu landhelginnar al-
mennt. Sömu skoðun er haldið fram í ,,The Icelandic Fishery
Question" Memorandum submitted by the Government of Iceland
to the General Assembly of the United Nations. September 195S,
bls. 24.
Tímarit lögfrœðinga
131