Tímarit lögfræðinga - 01.06.1959, Blaðsíða 73
12 mílna landlielgi. Aðgjörðir þeirra eru í eðli sinu og
efnisþáttum hinar sömu sem vfirlýsingar um nokkru
skemmri landhelgismörk og hin víða landhelgi öðiazt
gildi réttarvenju, sé öðrum skilyrðum myndunar hennar
fullnægt.
Orða mætti þá mótbáru, að 4 og 6 milna landhelgis-
mörk séu mun skemmri frávik frá 3 mílna landhelgis-
mörkunum en 12 mílna mörk. Þótt venjuregla hafi mynd-
azt um fyrrgreind mörk, sé ekki þar með sagt, að mvndun
venju um 12 mílna mörkin sé jafn auðveld af þeim sök-
um. Sú staðhæfing hyggist hins vegar á þeirri forsendu,
að 3 mílna mörkin hafi upphaflega verið hin einu löglegu
landhelgismörk og öll önnur inörk hljóti að talonarkast af
þeirri staðreynd.
2) Fjöldi þeirra ríkja, sem lýst hafa vfir 12 mílna land-
helgi eða fiskveiðitakmörkum felur í sér mikilvæga rök-
semd fyrir því, að venja hafi þegar skapazt um gildi þeirra
marka sem þjóðréttarreglu. Þau ríki eru alls 27 talsins, þeg-
ar þetta er ritað og er tala þeirra miklum mun hærri en tala
þeirra rikja, sem 6 milna landhelgi hafa lýst vfir og fengið
viðurkennda. Er í meira lagi hæpið að telja landhelgis-
mörk, sem svo mörg ríki framfylgja og aðeins hafa verið
véfengd í verki í einu tilfelli ólögleg og andstæð reglum
þjóðaréttarins. Hér á tæpur þriðjungur allra ríkja í hlut,
m. a. eitt stórveldi. Slíkt væri tilraun til þess að
skapa þjóðréttarkenningu, fjarri raunveruleikanum. Enn
fjarstæðara er að halda sliku fram, þegar ekki er unnt að
benda á neinn milliríkjadóm, er lýsi 12 mílna mörkin ólög-
leg, né sýna fram á að nein föst, algild regla gildi um víð-
áttuna. Ástæða er og til þess að undirstrika þá staðreynd,
að ekki er þörf á því, að allar þjóðir lieims fylgi vissri
breytni til þess að sú breytni öðlist gildi réttarvenju, held-
ur aðeins allstór hópur þeirra. Er fordæmi fyrir þvi m. a.
að finna í framkvæmd Suður-Ameriku þjóðanna, sem
liafa skapað innbvrðis sérstakar þjóðréttarreglur (parti-
Tímarit lögfrœöinga
135