Tímarit lögfræðinga - 01.06.1959, Síða 94
mílna viðbótarbelti. Enn breyttu Bandaríkin afstöðu sinni
15. apríl og báru franr eigin tillögu, þess efnis, að land-
helgin skyldi vera 6 milur og strandrikið njóta einkafisk-
veiðiréttinda i 6 milna viðbótarlrelti, með þvi skilyrði,
að það virti réttindi þjóða, sem á svæðinu befðu fiskað i
10 ár og mættu þær óhindrað stunda veiðar framvegis.1)
Bretar og flestar 3 milna þjóðirnar snérust til fylgis við
þessa tillögu Bandaríkjanna og hurfu með öllu frá þvi
að reyna að fá samþykkta tillögu um 3 mílna landbelgi
eða tillögu um 6 mílna landbelgi án fiskveiðibeltis, svo
sem málamiðlunartillaga Breta frá 1. apríl liljóðaði.
Allmargar tillögur um víðáttu landhelginnar, auk þess-
arra tveg'gja voru ræddar i 1. nefnd ráðstefnunnar, m. a.
tillaga Sovétríkjanna um að strandríkið gæti eitt ákveðið
landhelgi sína milli 3 og 12 mílna2) og tillaga frá Ind-
landi og Mexíkó um 12 milna landhelgi3) og bar þessar
fjórar tillögur hæst í nefndinni, en flestar aðrar voru
dregnar til baka. Við lokaatkvæðagreiðslu voru þær allar
felldar að undanskilinni nýrri tillögu Ivanada, seinni liðn-
um, um að strandríkið skyldi njóta einkafiskveiðirétt-
inda í 12 mílna belti frá grunnlinum.
Á allsherjarfundi ráðstefnunnar undir lok hennar (ple-
nary) var greitt atkvæði um eftirfarandi tillögur:
1) Ályktun 1. nefndar um 12 mílna fiskveiðilandhelgi.4)
(Siðari hluta tillögu Ivanada).
2) Tillögu Bandaríkjanna um 6 mílna landbelgi og 6
milna fiskveiðilandhelgi með 5 ára ákvæðinu.5)
3) Tillögu Burma, Colombia, Indónesiu, Mexikó, Saudi-
1) Doc. A/CONF. 13/C. 1/L. 159. 17. april báru Bandaríkin
tillöguna fram í breyttu formi með 5 ára ákvæði. (A/CONF.
13/C. 1/L. 159. r.ev. 1.).
2) Doc. A/CONF. 13/C. 1/L. 80.
3) Doc. A/CONF. 13/C. 1/L. 79.
4) A/CONF. 13/L. 28 Rev. 1. para. 28. 35 með, 30 móti, 20
sátu hjá. Island sagði já.
5) A/CONF. 13/L. 29. 45 með, 33 móti, (7) ísland sagði nei.
156
Tímarit ’lögfrœöinga