Tímarit lögfræðinga - 01.06.1959, Qupperneq 96
að efnislega var tilskilinn meirihluti fyrir 12 mílna fisk-
veiðilandhelgi á ráðstefnunni, þótt ekki tækist að ná sam-
stöðu um eitt tillöguform.
En þrátt fyrir það að mikill meirihluti ríkja var efnis-
lega samþykkur 12 mílna fiskveiðilögsögu á ráðstefnunni
og 3 mílna þjóðirnar flestar veittu lienni skilyrt f}rlgi sitt,
en 6 milna landhelgi óskilyrt fj’lgi á þeim vettvangi, er þó
ekki unnt að segja, að ráðstefnan hafi h'rst jdir lögmæti
12 milna fiskveiðilögsögu og 6 milna landhelgi. í loka-
umræðunum á ráðstefnunni lýstu Sir Reginald Manning-
ham-Buller, aðalfulltrúi Breta, og 'Arthur Dean, aðalfull-
trúi Bandarikjanna1), þvi skýrt og skorinort yfir, að þótt
þessi tvö ríki hefðu fylgt 6 milna landhelgi á ráðstefn-
unni, hyrfu þau aftur að hinu fyrra sjónarmiði sínu, að
3 mílna landhelgi væri ein gild skv. þjóðarétti, þar sem
ráðstefnunni tókst ekki að gera neina samþvkkt um við-
áttuna.
Formlega séð er þessi afstaða ólastanleg, og út frá því
sjónarmiði séð hefir ráðstefnan engu breytt um réttar-
stöðuna í þessum efnum. Bindandi réttarregla var þar
engin sköpuð um víðáttu landhelginnar.
En réttaráhrifa hennar gætir engu að siður. Við sköpun
réttarvenju um vafaatriði, sem engin réttarregla verður
talin hafa gilt um, svo bindandi sé fyrir allar þjóðir, eru
umræður og samþykktir á alþjóðaráðstefnu, sem Genfar-
ráðstefnunni geysilega þýðingarmiklar. Þar fæst ótviræð-
ast yfirlit vfir skoðun og vilja þjóða heims á hinu um-
deilda atriði. Á Genfarráðstefnunni kom sá vilji skýrt í
ljós og mikill meirihluti þátttökuþj óðanna lýsti fylgi sinu
við 12 milna fiskveiðilögsögu og þeirri skoðun, að liún
bryti á engan hátt í bág við þjóðréttarreglur. Þrátt fyrir
afstöðu þriggja mílna þjóðanna var ráðstefnan enn til
styrktar því sjónarmiði.
1) Sjá 38, Department oí State Bulletin, bls. 1110.
158
Tímarit lögfrœðinga