Tímarit lögfræðinga - 01.06.1959, Page 98
efnahag sinn að niestu á fiskveiðum, hafa lieimild til
þess að gera við landlielgi framar öðrum þjóðum, m. a.
varðandi drátt beinna grunnlína. Þá er og þess að minn-
ast, að þótt landhelgin verði væntanlega á næstunni tak-
mörkuð með alþjóðasamningi við 12 mílur, þá hefir að
undanförnu skapazt heimild til þess fyrir fiskveiðiþjóðir,
svo sem Islendinga, að krefjast einkafiskveiðiréttinda ut-
an 12 mílna landhelginnar, þegar sérstaklega stendur á.
Er ályktun sú, sem samþykkt var á Genfarráðstefn-
unni um sérréttindi fiskveiðiþjóða mikilvægur áfangi í
þessu efni. Sú ályktun var samþykkt eftir að málið hafði
verið tekið upp á ráðstefnunni að frumkvæði Islendinga
og ekki er vafi á, að sá skilningur, sem nú ríkir á al-
þjóðavettvangi á sérstöðu fiskveiðiþjóða, sem efnahag
sinn byggja að mestu á auðæfum hafsins, er að miklu
að þakka viturlegum málflutningi aðalfulltrúa íslands,
Hans G. Andersen sendiherra, á alþjóðaráðstefnum um
þessi mál undanfarin ár.
Fleiri orðum verður ekki farið hér um þessi mál öll
að sinni, en að lokum skulu helztu niðurstöður þessara
hugleiðinga skráðar í stuttu máli á eftirfarandi hátt:
1. Þriggja mílna reglan nýtur ekki viðurkenningar
þjóðaréttarins sem almenn regla um víðáttu land-
helginnar.
2. Engin almenn þjóðréttarregla gildir, eins og sakir
standa, um víðáttu landhelginnar frá 3—12 milna.
3. Hvert riki hefir lögfullan rétt til þess að marka land-
helgi sina á svæðinu frá 3—12 mílna, án þess að
brjóta með því i bág við ríkjandi þjóðréttarreglur.
Cambridge, janúar 1959.
Gunnar G. Schram.
Aths. 1 fyrri hluta þessarar greinar, sbr. 1. h. þessa rits 1959
bls. 27, — neðanmáls — eru talin þau ríki, er mótmæltu út-
færzlu íslenzku landhelginnar í 12 mílur. Því má bæta við, að
Holland bar einnig fram mótmæli, en það var ekki opinber-
lega kunnugt þegar greinin var rituð.
160
Tímarit lögfræöinga