Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1970, Side 7

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1970, Side 7
um flokksmönnum þótti Bjarni Benediktsson stundum nokkuð ráðríkur og iiarðskeyttur, enda var hann skap- mikill og fylginn sér. Ferill hans sýnir hins vegar, að hann hafði þá stjórnvizku til að bera, sem með þurfti og varð óumdeildur foringi flokksins, Við andlát Bjarna var margt og mikið skrifað, bæði hér lieima og erlendis. Allt var það lofsamlegt, hæði af hálfu samherja og andstæðinga. Vitnisburður andstæðinga stjórnmálamanns segja oft meira en umsagnir flokksmanna hans. Ég leyfi mér því að taka hér upp hluta úr tveim minn- ingargreinum eftir tvo andstæðinga hans, þá Ó'laf Jóhann- esson, prófessor, formanns Framsóknarflokksins (sbr. dagbl. Tíminn 16/7 1970), og Eðvarð Sigurðsson, formann Verkamannafélagsins Dagsbrúnar (sbr. Morgunblaðið 16/7 1970). Ilr grein Ólafs: „. . . Ég kynntist Bjarna Benediktssvni fyrst sem kenn- ara í lögum. Ég var nemandi hans öll námsár mín i Há- skólanum. Á ég um hann góðar minningar frá þeim árum. Hann var góður kennari, skýr, ákveðinn og þungur á bárunni. Það varð siðar hlutskipti mitt að fást sérstak- lega við þau fræði, er liann kenndi, og hefi ég á ýmsan hátt stuðzt við þann grundvöll, er hann lagði. Eftir að ég kom á Alþingi, og reyndar áður, átti ég við hann margvísleg samskipti á stjórnmálasviðinu. Þar vor- um við á öndverðum meiði, og sá ég hann þvi auðvitað frá annarri hlið en samherjar, og er mín mynd af hon- um því eðlilega önnur en þeirra. Hann var sterkur pólitísk- ur andstæðingur, skapheitur baráttumaður, slyngur mála- fylgjumaður og gat verið harðskeyttur og þvkkjuþungur, ef því var að skipta. Hann var ágætur og rökfastur ræðu- maður, hafði frábært minni og gott vald á íslenzku máli. í málflutningi hans var oft mikill þungi og undiralda mik- illa skapsmuna. Hann var margreyndur maður og vitur, en bar eigi tilfinningar sinar á torg. Hann var alla tíð Tímarit lögfræðinga 95
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.