Tímarit lögfræðinga - 01.06.1970, Blaðsíða 8
starfsmaður mikill. Hann var tvímælalaust fremstur sinna
flokksmanna að mínum dómi.
Dr. Bjarni Benediktsson var umdeildur eins og aðrir
stjórnmálaleiðtogar. Um slíka menn stendur oftast storm-
ur og styrr í lifanda Mfi. Þeir njóta sjaldnast sannmælis
fyrr en síðar, er sagan leggur dóm á verk þeirra, og er sá
dómur þó engan veginn alltaf óskeikull. Það liggur í hlutar-
ins eðli, að stjórnmálaandstæðingar lita öðrum augurn á
ýmis stjórnmálastörf Bjarna Benediktssonar en skoðana-
bræður hans. Þeir gagnrýna þau mörg, og verður þar
sjálfsagt engin breyting á. En hvað sem öllum ágreiningi
um stjórnmálastefnur og dægurmál Mður, munu aMir á
einu máli um það, að Bjarni Benediktsson hafi verið mik-
ifhæfur stjórnmálaforingi. Hann var einn þeirra manna,
er settu hvað mestan svip á þjóðhfið siðustu árin og hafði
úrsMtaáhrif á framvindu margra mála. Að honum er mik-
iM sjónarsviptir. Alþingi verður svipminna án hans. AlMr
— jafnt stjórnmáiaandstæðingar sem samherjar — munu
sakna þess að fá ekki fram að sjá hann eða heyra í sölum
Alþingis".
Cr grein Eðvarðs:
„ .. . Á þessum áruni og siðar átti ég oft persónulegar
viðræður við Bjarna um verkalýðsmál; hann vildi ávallt
fylgjast með, þegar eitthvað var að gerast í þeim efnum,
og óskaði þá eftir, að menn hefðu samband við sig, ef
þeir teldu það gagna málinu. Mér fannst Bjarni breytast
á þessum árum, vaxa með hinum ábyrgðarmildu störf-
um. Hann var þægilegur i einkaviðræðum, kom þó ávaMt
beint að efninu nieð skýrum rökum, en hlustaði þoMn-
móður á gagnrök. í vinnudeilum gat hann sagt báðum
aðiluni til syndanna, en gerði það reiðilaust, þótt skapið
væri oft heitt. Hann vildi raunverulega samstarf við verka-
lýðshreyfinguna, þótt ekki væri ávaMt hægt um vik, og
hann gerði sér far um að þekkja sjónarmið hennar.
Bjarni Benediktsson var áhrifamesti og einn mikilhæf-
asti stjórnmálamaður þjóðarinnar .. .“.
96
Tímarit tögfræðinga