Tímarit lögfræðinga - 01.06.1970, Side 15
Iféenedilt Si
gurfonaon
Lrd.:
ÁBYRGÐ LÖGMANNA
Erindi flutt á fræðslufundi LMFÍ 29. nóvember 1969.
Samkvæmt þjóðfélags- og réttarhugmyndum þegna i
nútímaþjóðfélagi, ber hverjum þjóðfélagsþegni að liaga lifi
sínu, athöfnum og athafnaleysi i samræmi við nokkuð
skýrt mótaðar meginreglur, sem innan þjóðfélagsins hafa
myndazt. Víki þjóðfélagsþegninn frá þessum meginreglum,
má þess vænta, að hann verði látinn sæta viðurlögum.
Viðurlögin geta verið refsing, ef talið verður, að frávikið
skerði almenna hagsmuni eða liafi í för með sér almanna-
hættu. Valdi frávikið aðeins skerðingu á einkasviði ein-
staklingsins, má þess vænta, að á hinn seka þjóðfélags-
þegn verði lögð einkaréttarleg fébótaábyrgð. Meginþóttur
refsiábyrgðar og einn af þátum fébótaábyrgðar er að aga
þegnana, þvinga þá með agavaldi til að hlíta hinum al-
mennu athafnareglum.
Hér verður ekki fjallað um refsiábyrgð eða fébóta-
ábyrgð lögmanna að því leyti, sem hún fellur saman við
hina venjulegu ábyrgð hvers þjóðfélagsþegns. Það efni,
sem hér verður rætt um, er starfsábyrgðin, hin faglega
ábyrgð lögmannsins, sem hér verður nefnd lögmanns-
'ábyrgð. Þessi sérstaka tegund ábyrgðar er algeng á þeim
sviðum, þar sem um er að ræða svonefnda frjálsa starf-
semi sérfróðra manna, t. d. ábyrgð arkitekta,1) endur-
skoðenda,2) lækna,3) verkfræðinga,4) svo nokkur dæmi
séu nefnd. Sameiginlegt þessari ábyrgð er það, að miðað
!) Hrd. XXXIX, bls. 165.
2) Hrd. V, bls. 126.
3) Hrd. XXII, bls. 310.
4) Hrd. XXXIX, bls. 165.
Tímarít lögfræðinga
103