Tímarit lögfræðinga - 01.06.1970, Blaðsíða 16
er við, að sá, sem ábyrgðina ber, bafi sérstaka faglega
menntun og þekkingu og starfið sér sérfræðilegar ráð-
leggingar og vinna, sem byggist á sérþekkingu, sem ekki
verður ællazt til að almenningur hafi.
Þessu spjalli er skipt i tvo meginþætti, refsiábyrgð lög-
manna og fébótaábyrgð lögmanna.
Að því er fóbótaábyrgðina varðar, mun hér ekki rætt
um fébótaábyrgð fjárgæzlumanna, fasteignasala, skipa- og
bifreiðasala, enda hafa lögmenn ekki sérstöðu í þeim við-
skiptum. Sérstaklega skal fram tekið, að tilvitnanir í
hæstaréttardóma eru dæmi, en ekki tæmandi upplýsingar.
I. Refsiábyrgð.
1. Um lögmenn er fjallað i lögum nr. 61/1942, með
þeim breytingum, sem á þeim löguni voi*u gerðar með
lögum nr. 25/1953 og lögum nr. 32/1962.
1 1. gr. laga nr. 61/1942 segir, að héraðsdóms- og hæsta-
réttarlögmenn séu opinberir sýslunarmenn og beri rétt-
indi og skyldur samkvæmt því. Verði þvi lögmanni á brot
í starfi sínu, sem varðar refsingu samkvæmt hegningar-
lögum, þá myndi við refsingu beitt ákvæðum XIV. kafla
almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Refsingar samkvæmt
þessum kafla hegningarlaganna eru allþungar,1) sbr.
ákvæði 138. gr. hegningarlaga um refsiauka vegna brota
opinberra starfsmanna.
2. I XIII. kafla laga nr. 85/1936 um meðferð einka-
mála í liéraði og XIX. kafla laga nr. 82/1961 um meðferð
opinberra mála er fjallað um réttarfarssektir, viðurlög við
brotum lögmanna í málflutningi. Meginreglur þær, sem
þar eru fram settar, gilda einnig um málflutning fyrir
Hæstarétti, sbr. 58. gr. laga nr. 57/1962.
Samkvæmt ákvæðum 188. gr. laga nr. 85/1936 skal
dæma málflutningsmanni (lögmanni) sekt fyrir eftirtalin
brot:
U Hrd. IX, 'bls. 580. Hrd. XXXIII, bls. 243.
104
Tímarit lögfræöinga