Tímarit lögfræðinga - 01.06.1970, Side 17
a. Þarflausan drátt á máli. Stundum hafa þó vítur veriö
iátnar nægja.1)
b. Fyrir að gera visvitandi rangar kröfur og flytja
fram vísvitandi rangar stafhæfingar til sóknar eða varn-
ar.2)
c. Fyrir ósæmileg ummæli, skrifleg eða munnleg um
dómara gagnaðilja, eða umboðsmann hans, eða aðra menn
eða í öðru sambandi.
Það hefur jafnan verið talið, að fslendingar væru livass-
yrtir, jafnvel illyrtir, enda þyldu þeir illa meinyrði um
sig. Rétt er að minnast þess hér til gamans, að í þeirri ein-
ustu millirikjastyrjöld, sem íslendingar hafa háð, þá var
níðinu einu heitt og ekki sparað, þar sem yrkja skyldi
eina níðvísu fyrir hvert nef á landinu um þjóðhöfðingja
þann, er á móti var. Þetta var reyndar ekki óskemmtilegur
stríðsrekstur. Flann virðist hafa verið tekinn til fyrir-
myndar af nútimaþjóðum í dag með því, sem kallað er
kalt stríð, en sú afturför hefur orðið, að níðið er nú sjaldn-
ast á rímuðu máli. Talið er, að fyrr á timum hafi íslenzkir
málflytjendur og lögmenn heitt þessu vopni óspart, og
bera dómagögn og dómar þess vitni. Ritháttur og munn-
legur málflutningur lögmanna hefur fengið á sig mun
kurteisari hlæ á síðustu áratugum, þótt enn verði nokkuð
vart hins gamla siðar. Á síðustu árum hefur sjaldan verið
beitt sektum af þessum sökum, en alloft vítum og um-
mæli ómerkt.3)
d. I 2. tl. 188. gr. er gert ráð fyrir því, að aðilja máls
megi refsa fyrir bersýnilega tilefnislausa málshöfðun.
x) Hrd. IX, -bls. 310. Lögmanni dæmd kr. 40.00 sekt fyrir
drátt á máli. Hrd. XIV, bls. 370. Lögmönnum beggja aðilja
dæmd kr. 100.00 se'kt hvorum fyrir hlutdeild í rangri meðferð
máls og óhæ-filegan drátt máls. Hrd. XXVII, bls. 252. Lög-
menn beggja aðilja vittir fyrir óhæfilegan drátt máls.
2) Hrd. XXI, bls. 229. Lögmanni dærnd sskt, kr. 800, fyrir
að leggja frarn efnisle-ga röng skjöl. Aðili var einnig sektaður.
3) Hrd. XXXVII, bls. 440. Hrd. XXXVII, bls. 764. Hrd.
XXXVII, 'bls. 837.
Tímarit lögfræðinga
105