Tímarit lögfræðinga - 01.06.1970, Blaðsíða 23
sig eða með umbjóðanda sínum, til að greiða koslnað þann,
er þær hafa valdið gagnaðilja, enda hafi sá, er slíka kröfu
gerir, gert viðkomandi viðvart um hana í tíma, svo að
hann megi vörnum við koma ef hann vill“. 1 177. gr. lag-
anna er svo boðið, að sá, er tapar máli í öllu verulegu,
skuli greiða gagnaðilja sínum málskostnað. Þá segir í
grein þessari, að i fjórum tilvikum skuli málsaðili greiða
gagnaðilja sínuni málskostnað, hvernig sem málið fari
að öðru leyti. Tvö þessara tilvika skipta hér máli. f 3. tl.
177. gr. er um það fjallað, ef aðili dregur mál lengur en
þörf er á, hefur uppi vísvitandi rangar kröfur eða ber
fram vísvitandi rangar skýrslur um málsatvik.1) í 4. tl.
177. gr. er hins vegar um það rætt, ef aðili hefur gert ráð-
stafanir eða látið fara fram dómsathöfn, sem sýnilega er
þarflaus eða þýðingarlaus. Eins og áður var getið, er það
skilyrði samkvæmt 182 gr. til þess, að lögmaður verði
dæmdur til greiðslu málskoslnaðar, að gagnaðilinn krefj-
ist þess, að svo verði gert. Ávirðingar lögmannsins verða
að vera vísvitandi, sýnilegar eða þarflausar. Það leysir
lögmanninn ekki undan áibyrgð, þótt hann í einu og öllu
hafi farið eftir óskum umbjóðanda síns.
Sjaldgæft er, að gerðar séu málskostnaðarkröfur á
liendur lögmönnum samkvæmt þessum ákvæðum, enda
lögmönnum óljúft að hrekja starfsbræður sína. Þó hafa
dómstólar beint því til lögmanna, að rétt hefði verið að
gera slíkar kröfur.2) f dómasöfnum er fjöldi dóma, þar
sem atvik eru slík, að ekki virðist óeðlilegt að slikar kröfur
kæmu fram.3)
!) Hrd. XXI, bls. 229. Krafa kom ekki fram um, að máls-
kostnaður yrði dæmdur úr hendi lögmannsins.
2) Hrd. XXV, bls. 31 og 35. Sagt að dæma verði áfrýjanda
til greiðslu málskostnaðar, þar sem ekiii hafi komið fram krafa
um, að lögmaður hans yrði dæmdur til þeirrar greiðslu.
3) T. d. Hrd. XXIII, bls. 518. Hrd. XXV, bls. 562. Hrd.
XXXIX, bls. 104, 162, 416, 1079.
Tímarit lögfræðinga
111