Tímarit lögfræðinga - 01.06.1970, Síða 24
Lögmenn munu afsaka sig með því, að þeim beri skylda
til að fara eftir fyrirmælum umbjóðenda sinna, sem greiði
þeim fyrir starfann. Þetta er að vísu nokkur afsökun, en
þó ekki mikil. Lögmenn verða að minnast þess, að þeir
eru sérfróðir inenn á því sviði, sem hér er um að véla.
Þeirra er að mynda sér skoðun um, livað rétt sé að gera
í hverju máli og þeirra skylda er að benda umbjóðendum
sinum, sem oftast eru menn ólögfróðir, á hvað telja megi
rétt að gera í hverju máli. Starfslaun eiga hér ekki að
skipta máli. Vilji umbjóðandinn ekki fara að ráðum lög-
mannsins, ber lögmanninum að afsala sér störfum. Geri
liann það ekki, er slíkt brot á góðum lögmannssiðum, auk
þess, sem lögmaðurinn getur fellt á sig fébótaábyrgð, svo
sem að frarnan er greint.
I lögum nr. 82/1961 um meðferð opinberra mála segir
í 2. mgr. 141. gr., að kostnað, sem sækjandi eða verjandi
opin'bers máls hefur valdið með vanrækslu sinni eða skeyt-
ingarleysi í starfi, skuli ekki dæma sökunaut til að greiða.
Dómari geti hins vegar gert sækjanda eða verjanda að
greiða slíkan kostnað, en veita skuli hann hlutaðeigendum
áður kost á að láta uppi élit sitt um þetta atriði. Ekki
mun þessu ákvæði mikið bafa verið beitt.
b. Hér að framan liefur verið rætt uin fébætur af hendi
lögmanna í því formi, að þeir séu dæmdir til greiðslu
málskostnaðar, þótt eigi séu þeir beinir málsaðiljar. Auk
þeirra bótagreiðslna er ljóst, að lögmenn geta í störfum
sínum orðið fébótaskyldir vegna lögmannsstarfa sinna,
bæði gagnvart umbjóðanda sínum og þriðja aðilja.
Þótt 'þáttur þessi fjalli um fébótaábyrgð lögmanna í
sambandi við dómsmálastörf, er rétt að taka hér einnig
með störf að undirbúningi dómsmála og eftir að eiginleg-
um dómsmálum er lokið. Svo sem kunnugt er, þá hefjast
samskipti lögmanns og umbjóðanda hans oftast með því,
að umbjóðandinn felur lögmanninum mál, t. d. innheimtu,
og óskar þess þá, að skuld verði innheimt með málssókn,
112
Tímarit lögfræðinga