Tímarit lögfræðinga - 01.06.1970, Side 25
ef með þarf.1) Komið getur þá fyrir, að krafan fyrnist eða
glatist vegna vangeymslu í höndum lögmannsins. Sér-
staklega er hætta á slíku, þar sem fyrningar- eða máls-
höfðunarfrestir eru mjög skammir, eins og t. d. að því
er sjóveðrétt varðar. Ekki er vafamál, að lögmaður getur
orðið skaðahótaskyldur gagnvart umbjóðanda sínuni, ef
þannig fer. Hverjar hætur skuli vera i þessu sambandi
verður að fara eftir sakaratriðum hverju sinni og sá, er
krefur siíkar hætur, verður að sanna, að liann hafi orðið
fyrir raunverulegu tjóni, og að hann geti ekki fengið
greiðslu frá liinum raunverulega skuldara.2)
Eitt sérstakt atriði er hér rétt að drepa á. Lögmönnum
]) Lögmanni ber vitanlega að gæta þess að fara ekki út
fyrir þær heimildir, sem umbjóðandi hans veitir honum, sbr.
Hrd. XV, Ibls. 64 og Hrd XIX, bls. 196. Gæti hann þessa ekki,
getur ihann orðið skaða'bótaskyldur gagnvart umbjóðanda
sínum.
2) Hrd. IV, bls. 478. A, sem taldi sig eiga skaðabótakröfu
á B, áleit að krafan hefði fyrnzt í höndum lögmannsins C og
krafði hann um skaðabætur. Héraðsdómur sýknaði C á þeirri
forsendu, að eigi væri sannað, að A hefði átt kröfu á hendur B
og hefði iþví eigi orðið fyrir tjóni vegna vanrækslu C. Hæsti-
réttur sýknaði C einnig, en á þeirri forsendu, að C hefði til-
kynnt nægilega snemma, að hann vildi ekki hafa með málið
að gera. Hrd. XIV, bls. 293. A fól lögmanninum B innheimtu
á hendur C. B innheimti nokkurt fé, en innheimtan tók langan
tíma. C varð gjaldþrota, og tapaði A verulegu fé, er hann átti
hjá honum. A 'krafði B um skaðabætur, þar sem tapið hefði
orðið vegna hirðuleysis hans. Dæmt, að B hefði fellt á sig
sönnunarbyrði fyrir því, að eigi hefði verið unnt að innheimta
meira fé úr hendi C en raun varð á. Var B því gert að greiða
nokkrar bætur, en dómurinn ákvað fjárhæð bótanna. Hrd.
XXI, bls. 456. B fól lögmanninum A að innheimta skuldabréf.
B höfðaði mál í eigin nafni gegn skuldurum til heimtu skuldar-
innar og fékk dóm á hendur þeim. Aðhafðist síðan ekki frekara
um langt skeið. A krafði síðan B um skaðabætur vegna þessara
viðskipta. B var sýknaður að svo stöddu, þar sem eigi væri
fullreynt, hvort unnt væri að fá eitthvað af skuldinni greitt
'hjá skuldurum.
Tímarit lögfræðinga
113