Tímarit lögfræðinga - 01.06.1970, Side 27
ar réttarreglur og tapaði máli af þeim sökum, eðá sæi
ekki atriði í máli, sem augljós mætti telja og áhrif hefðu
á úrslit máls. Hins vegar er ljóst, að krefjast verður veru-
legrar sakar til þess, að ábyrgð sé lögð á lögmanninn. Þess
verður að krefjast af lögmanni, að hann flytji mál af
þeirri þekkingu og skvnsemi, sem almennt verður að kref j-
ast af lögmönnum. Það mark er ef til vill erfitt að ákveða
og ljóst er, að það getur breytzt á mismunandi tímum.
Hreyfa mætti þvi í þessu sambandi, að hér væru hags-
munir málsaðilja sjálfra um of fyrir borð bornir. Þess
er þá að gæta, að sú virðist vera stefna dómstóla hér á
landi að líta sjálfstætt til efnisatriða, og takmarka sóknar-
og varnaratriði eigi strangt við það, sem lögmenn hafa
fram fært. Þó megi lögmenn eigi gleyma þvi, að það er
þeirra að flytja mál og afla gagna, en eigi dómstólanna.
Hér á landi er htið um dóma, er skera úr um skaðabóta-
skyldu lögmanna i þessum tilvikum, þótt reyndar megi
merkilegt teljast.
Hugsanlegt er, að lögmaður verði skaðabótaskyldur
gagnvart þriðja manni, enda hafi hann með framferði
sínu sem lögmaður valdið honum tjóni. Slíkt virðist helzt
geta orðið i þeim tilvikum, er lögmaðurinn veldur um-
bjóðanda sínum tjóni, sem orsakar það beint, að þriðji
maður verði einnig fyrir tjóni. Ekki munu hafa gengið
dómar um þetta atriði hér á landi.
2. Þótt málflutningur og störf í samhandi við málflutn-
ing sé aðalstarf margra lögmanna, þá má segja, að veru-
legur hluti af störfum hvers lögmanns sé ráðgjafarstörf.
Ráðgjafarstöi'f þessi geta hæði verið á sviði viðskipta-
mála og persónuréttarlegs eðlis. Hér er uiri mjög vitt svið
að ræða og allerfitt viðfangs. Algengt er að leitað só til
lögfræðinga um ráð varðandi viðskipti, sem skipta mjög
miklu máli fjárhagslega. Áhætta sú, sem lögmaður tekur
á sig, er þvi veruleg. Gera verður þá kröfu til lögmanns-
ins, að liann þekki þau lagaatriði, sem um er spurt og
gefi rétt ráð, að þvi er þau varðar. Gefi hann rangar upp-
Tímarit lögfræðinga
115