Tímarit lögfræðinga - 01.06.1970, Síða 59
ingunni og afla sér aukinnar þekkingar með lestri lög-
fræðirita. Hér er þó sá hængur á, að mikið skortir á, að
til sé viðunandi bókakostur á þessu sviði, og því síður
er starfsaðstaða fyrir kandidala til fræðiiðkana. Þá ber
að nefna í þessu sambandi fyrirlestrahald, sem Lögfræð-
ingafélagið og hin ýmsu sérfélög lögfræðinga hafa lengst
af iialdið uppi.
Lögfræðingafélag Islands telur brýnt að bæta úr mennt-
unarþörfum lögfræðikandidata og leggur til, að það verði
g'ert á eftirfarandi tvo vegu samtímis:
I. Fræðileg framhaldsmenntun.
Slík menntun hlýtur að verða í nánum tengslum við
lagadeild Háskóla Islands og leiða til æðri prófgráðu við
deildina, þegar fram líða stundir. Vænlegast til frambúð-
ar er, að innan lagadeildar þróist helztu fræðisviðin í
viðeigandi rannsóknar- eða deildarstofnunum (institutt-
um). Þar hefðu kennarar, kandidatar og a. m. k. nokkrir
stúdentar (við rannsóknir og ritgerðasmíð) viðunandi
vinnuaðslöðu og fullan aðgang að bókakosti stofnunar
og deildarinnar. Hópur þessi mundi einnig starfa saman
að meira eða minna leyti að viðfangsefnum og skiptast
á hugmyndum um fræðileg og raunhæf vandamál, bæði
í formlegum og óformlegum umræðum. Að því er kandi-
datana sérstaklega varðar, gætu þeir sótt fyrirlestra á
ákveðnu athugunarsviði og tekið virkan þátt í semínörum
og öðrum kennsluæfingum. Að því væri gagnkvæmur
ávinningur fyrir Háskólann og kandidatana. Þótt ekki
verði settar á laggirnar stofnanir með þessu sniði, er
brýnt, að kandidatar fái aðgang að kjörgreinum, sem
stúdentum á lckastigi náms verður væntanlega boðið upp
á, enda er þá meiri von til þess en ella, að kjörgreinarnar
komist á traustan akademískan grundvöll og veiti stúd-
entunum lifræna innsýn i vandamál hverrar greinar. Auk
þess má benda á, að óhagkvæmt væri að efna til kennslu
og æfinga fyrir stúdenta og kandidata hvora í sínu lagi
Tímarit lögfræðinga
147