Tímarit lögfræðinga - 01.06.1970, Qupperneq 60
í sömu grein. Fræðileg framhaldsmenntun yrði fyrst og
fremst til að fullnægja þörfum þeirra, er leggja vilja
stund á rannsóknir og kennslu. Einnig mundu margir úr
dómarastétt, einkum yngri menn, hafa hug á shku námi.
Óvist er um aðra, en ætla má, að ýmsir þeir, sem starfa
að stjórnsýslu, mundu hænast að fræðilegu námi.
II. Viðhalds- og' upprifjunarnámskeið.
Heppilegt er, að námskeiðin séu haldin á vegum Há-
skóla Islands, en þó i lausari tengslum við hann en fram-
haldsmennlunin. Mætti hugsa sér, að stjórn slíkra nám-
slceiða væri í höndum lagakennara og fulltrúa Lögfræð-
ingafélagsins. Námskeiðin ætti að lialda einu sinni á vetri,
t. d. að hausti til. Það ætti að standa stutt, t. d. 7—10
daga, en vera vel skipulagt og virkt (intensivt). Rétt
væri að taka ákveðið réttarsvið fyrir hverju sinni, hæfi-
iega vítt, og hreyta til frá ári til árs. Gefa mætti vottorð
um þátttöku í námskeiðum. Námið yrði fremur raunhæft
cn fræðilegt. Lögð yrði á það áherzla að kynna breytingar
á lögum og lagaframkvæmd. Slík námskeið gætu hentað
vel emhættismönnum utan Reykjavíkur, sem eiga óhægt
um vik að stunda reglulegt nám við Háskólann. Þá hafa
lögmenn margir sýnt áhuga á námi sem þessu.“
I framhaldi af þessum gerðum stjórnarinnar beitli hún
sér fyrir samþykkt eftirfarandi tillögu á aðalfundi 27.
desember 1969:
„Aðalfundur Lögfræðingafélags Islands telur brýnt
að hæta úr menntunarþörfum lögfræðikandidata.
Skorar fundurinn á lagadeild Háskóla Islands að
hrinda sem fyrst í framkvæmd tillögum um fræði-
lega framhaldsmemitun og viðhalds- og upprifjunar-
námskeið, sem deildinni voru sendar með bréfi fé-
lagsins dags. 31. ágúst s.l.“
Þegar þetta er ritað (i nóv. 1970) hefur þegar verið
ákveðið að halda fyrsta viðhalds- og upprifjunamám-
148
Tímarit lögfræðinga