Tímarit lögfræðinga - 01.06.1970, Síða 62
félagsins af því tilefni fram svohljóðandi tillögu á aðal-
fundi:
„Aðalfundur Lögfræðingafélags Islands lýsir and-
stöðu sinni við, að Bandalag háskólamanna innheimti
árgjaldsauka hjá aðildarfélögum vegna kostnaðar
við þjónustu fyrir sérstaka starfshópa innan þeirra.
Skorar fundurinn á stjórn bandalagsins að neyta
ekki heimildar, er henni var veitt á aðalfundi banda-
lagsins 27. nóvember s.l., til að innheimta árgjalds-
auka að fjárhæð 400 kr. af öllum opinberum starfs-
mönnum innan vébanda bandalagsins.“
Tillagan var samþykkt.
ALMENNIR FÉLAGSFUNDIR
Svo sem fyrr segir voru haldnir 6 almennir umræðu-
fundir í félaginu á árinu. Verður nú vikið nánar að hverj-
um einstökum þeirra.
Á fyrsta fundinum var rætt um efnið: „Ríki, erlend
atvinnufélög og lögskipti þeirra á milli“. Hafði framsögu
Sigurður Gizurarson, bæjarfógetafulltrúi. Hann hóf mál
sitt með því að minna á, að íslendingar hefðu farið inn
á ]já braut að semja við erlend atvinnufélög um, að þau
hefji atvinnurekstur hér á landi. Af þeim sökum væri
okkur á höndum nýr vandi, sem væri af stjórnmálaleg-
um, tilfinningalegum, hagfræðilegum og síðast en ekki
sízt lögfræðilegum toga spunninn. Þá ræddi Sigurður inn
efnahagshandalög og sagði m. a., að ríki, sem gengið hafi
í slík bandalög, hefðu skert fullveldi sitt að nokkru leyti.
Framsögumaður ræddi síðan fjölmörg önnur athyglis-
verð atriði varðandi umræðuefnið, bæði lögfræðileg og
hagfræðileg. I umræðum á eftir framsöguerindinu tóku
til máls ])eir dr. Gunnar G. Schram, Hjörtur Torfason,
hrl., Ólafur Stefánsson, fulltrúi í fjármálaráðuneytinu,
Þorvaldur G. Kristiánsson, formaður félagsins og örn
Clausen, hrl., auk frummælanda.
Annar fundurinn fjallaði um „Nýskipan laganáms“ og
150 Tímarit lögfræðinga