Tímarit lögfræðinga - 01.06.1970, Page 64
ljósi á þennan þátt stjórnarkerfisins. Þá fjallaði fram-
sögumaðnr sérstaklega um hinar ýmsu tegundir sveitar-
felaga, hlutverk þeirra og stjórnarstofnanir og þá jafn-
framt um atbeina ríkisins og eftirlit með sveitarfélögum.
Páll Lindal, horgarlögmaður, þakkaði framsögumanni og
ræddi mál þetta nánar. Að lokinni ræðu Páls tók fram-
sögumaður aftur til máls.
Sjötti og síðasti almenni umræðufundur félagsins á
árinu 1969 fjallaði um „Réttaráhrif tunglferðanna og
nokkur önnur vandamál geimréttarins“. Björn E>. Guð-
mundsson, fulltrúi yfirborgardómara ræddi í löngu fram-
söguerindi um hugtakið geimrétt og samband geimréttar
við aðrar greinar lögfræðinnar. Síðan rakti hann ýmsar
kenningar fræðimanna um eðli og efni geimréttar, m. a.
hina nýstárlegu „Mctala‘w“ kenningu, sbr. ritgerð fram-
sögumamis í Úlfljóti 1968, bls. 281 o. áfr. Því næst fjall-
aði Björn um þá alþjóðasamninga, sem gerðir hafa verið
um geiminn, t. d. samninginn frá 27. janúar 1967. Síðan
ræddi h.ann einkum um nokkra höfuðþætti geimréttar,
þ. á m. réttaráhrif tunglferðanna. Loks var vikið að laga-
legum vandamálum í sambandi við geimkapphlaupið milli
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna og ýmsu fleiru. Þorvald-
ur G. Kristjánsson, Jónatan Þórmundsson, Þór Vilhjálms-
son og Ilrafn Bragason báru fram fyrirspurnir til frum-
mælanda og ræddu fundarefnið, en frummælandi svaraði
fyrirspurnunum jafn óðiun.
KOSNING STJÓRNAR OG
ANNARRATRÚNAÐARMANNA
Á aðalfundi félagsins hinn 27. desember 1969 var Þor-
valdur Garðar Kristjánsson, framkvæmdastjóri, endur-
kosinn formaður. Þórður yfirsakadómari Björnsson var
endurkjörinn varaformaður.
Prófessoramir Einar Bjamason og Theodór B. Undal
báðust undan endurkosningu, og auk þeirra Arnljótur
Bjömsson, hdl. I stað þeirra voru kosnir 1 stjórn Hrafn
152
Tímarit lögfræðinga