Tímarit lögfræðinga - 01.06.1970, Síða 67
Frá sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur
Hér kemur framhald á reifun dóma, sem kveðnir hafa
verið upp í sjó- og verzlunardómi Heykjavíkur.
Neðangreindir dómar eru frá árinu 1960.
Val dómanna hafa eins og áður annazt Björn Þ. Guð-
mundsson og Stefán M. Stefánsson, fulltrúar yfirborgar-
dómara.
Þýzkt fyrirtæki Iiöfðaði mál gegn íslenzku hlutafélagi
tii greiðslu á 2.630 þýzkuxn mörkuni ásamt vöxtum og
málskostnaði, gegn afhendingu farmskírteinis vfir vörur,
sem síðar verður greint frá.
Stefndi krafðist sýknu og málskostnaðar.
Málavexlir voru þeir, að 12. júní 1958 j)antaði stefndi
fyrir milligöngu fvrirtækis í Osló ýmsar gúmmivörur hjá
stefnanda. Pöntunin var gerð á tveim pöntunarseðlum,
og skvldu vörurnar afgreiddar svo fljótt sem unnt væri.
Andvirðið skyldi greiðast gegn sýningarvíxli (sight draft)
og farmskjölum (shipping docunients) og óskaði stefndi
þess, að Landsbanki Islands sæi um innheimtu.
Ilinn 12. septem'ber 1958 sendi stefnandi stefnda sund-
urliðaðan reikning yfir vöruna, og mun varan hafa verið
afgreidd frá honum um það leyti til flutnings með skipinu
R, er átti að fara frá Hamborg áleiðis til íslands þann 16-
september. á'aran var þó ekki send frá Hamborg með þvi
skipi, heldur skipinu T, sbr. farmskírteini vfir vöruna-
dags. 25. september 1958. Einhver mistök rnunu hafa
orðið á því hjá firmanu, sem annaðist sendingu vörunnar
frá Hamborg að senda farmskjöl yfir bana hingað til
Iands til innheimtu. Þegar greiðsla á andvirði vörunnar
barst ekki, ritaði stefnandi stefnda þrjú hréf, dags. 2.
desember 1958, 5. janúar og 3. febrúar 1959, þar sem liann
krafði stefnda um greiðslu Jæss. Stefndi svaraði ekki bréf-
Tímarit lögfræðinga
155.