Tímarit lögfræðinga - 01.06.1970, Blaðsíða 68
unum, og þess vegfta höfðaði stefnandi mál gegn stefnda
til greiðslu vöruandvirðisins.
Sýknukröfu sina reisti stefndi á þvi, að honum væri
heimilt að rifta kaupunum. Studdi hann þá staðhæfingu
i fyrsta lagi þeim rökum, að varan liefði verið pöntuð i
tvennu lagi, þar eð um tvenns konar vörutegundir liefði
verið að ræða og liafi önnur verið hátollavara en hin hafi
failið undir lægii tollflokk. Hafi því verið nauðsynlegt
að varan yrði afgreidd í tvennu lagi svo sem hún hafi verið
pöntuð, háto'llavaran sér og lágtollavaran sér og sérstak-
ur reikningur sendur yfir livora vörutegund um sig, til
þess að öll varan lenti ekki i liærri tollflokknum. Þessu
hafi stefnandi ekki sinnt, heldur sent vöruna í einum
kassa og fært hana alla á sama reikning.
í öðru lagi hafi varan átt að greiðast gegn afhendingu
farmskírteinis fyrir milligöngu Landsbanka tslands, en í
þess stað hafi innheimtu andvirðis vörunnar verið hagað
þannig, að hún hafi verið send án kröfu og ekkert farm-
skírteini látið fylgja henni. Sagði stefndi, að liann hefði
enn ekld fengið farmskírteinið yfir vöruna og hefði hann
því ekki getað fengið hana afhenta úr vörugeymslu farm-
flytjanda í Reykjavík.
I>á benti stefndi á, að uinrædd vara Iiefði verið árstiðar-
vara (vetrarvara) og þvi hefði hún átt að afhendast liaust-
ið 1958, en á þeim tima hafi liann ekki átt þess kost að
innleysa hana vegna vöntunar á skjölum, sem henni skyldu
fyigja.
í forsendum dómsins sagði svo orðrétt: „Á pöntunar-
seðlum stefnda kemur ekkert fram um það, að hann
ætlist ti'l þess, að vörunum á hvorum pöntunarseðli fyrir
sig verði haldið aðgreindum við afgreiðslu þeirra. Verður
istefnanda því ekki um kennt, að það var ekki gert, og
hefur þvi fyrst greind varnarástæða stefnda ekki við rök
að styðjast.
Eftir sundurliðuðum reikningi, sem fyrir liggur í mál-
inu yfir umræddar vörur, verður ekld talið, að þær séu
156
Tímarit lögfræðinga