Tímarit lögfræðinga - 01.06.1970, Page 73
andi krafðist aðallega sjóveðiréttar fyrii', var gjald af lýsis-
og aflaverðlaunum, sem stefnda sem útgerðarmanni, bar
að greiða vegna stefnanda á starfstíma lians til lífeyris-
og dánarbótasjóðs yfirmanna á skipum Félags ísl. botn-
vörpusldpaeigenda samkvæmt kjarasamningum, sem
giltu á þeim tímum, sem hér skipta máli, milli þess félags
og Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Ægis, svo og við-
bótargjald, sem útgerðarmaður skyldi greiða, ef hann
stæði ekki í skilum með grunngjaldið.
Stefndi stóð ekki í skilum með greiðslur í lífeyris- og
dánarbótasjóðinn og liætti stefnandi þ\ú þátttöku í honum
eftir heimild í kjarasamningunum. í maimánuði 1959 höfð-
aði hann síðan mál á hendur stefnda fyrir sjó- og verzl-
unardómi Suður-Múlasýslu til greiðslu á kr. 79.386.76
með 6% ársvöxtum frá 1. maí 1959 til greiðsludags og
málskostnaðar skv. gjaldskrá L. M. F. I. Jafnframt krafð-
ist liann þess, að viðurlcenndur yrði sjóveðréttur hans í
b.v. A og b.v. V til tryggingar dómkröfunum. I dómkröf-
um þessum var innifahn krafa sú, sem krafizt var sjó-
veðréttar fyrir í máli því, sem hér var reifað, og var
enginn ágreiningur um fjárhæð hennar og að bún væri
af þeim rótum runnin, sem að framan liefur verið rakið.
I áðurnefndu máli var hinn 30. nóvember 1959 í sjó-
og verzlunardómi Suður-Múlasýslu gerð svohljóðandi
sátt:
„A h.f. lofar að greiða S samtals kr. 79.386.76 vegna
vanskila félagsins í sambandi við greiðslu iðgjalda til
lifeyris- og dánarbótasjóðs skipstjóra og I. stýrimanna
á skipum F. I. B.
Af upphæð þessari greiði A li.f. 6% ársvexti frá 1. maí
1959.
Einnig greiði A h.f. S kr. 9.000.00 i málskostnað.
Fyrir kr. 26.250.00 af ofangreindri upphæð og kr.
3.000.00 af málskostnaðarupphæðinni skal S hafa sjó-
veðrétt í b.v. Y.
Ef A hefur ekki fullnægt þessari sátt fyrir 31. janúar
Tímarit lögfræðinga
161