Tímarit lögfræðinga - 01.06.1970, Side 75
vegna þessara starfsmanna í sjóðinn voru skattfrjálsar,
þar sem laun þeirra voru á þessum tíma orðin það há, að
heinar iaunahækkanir til þeirra hefðu mestar farið í
skatta. Voru greiðslur útgerðarmanna í sjóð þennan því
raunverulega launauppbætur til viðkomandi skipstjóra og
■stýrimanna og nutu því sjóveðréttar, samanber áðurnefnt
ákvæði siglingalaganna. Hins vegar verður að fallast á
það hjá stefnda, að stefnandi sé bundinn við fyrrgreinda
slátt að þvi er varðar sjóveðrétt í b.v. V til tryggingar kröfu
hans á hendur stefnda af áðurgreindu tilefni, þó þannig,
að rétt þykir, að sjóveðréttur nái einnig til 6% ársvaxta
af þeim kr. 26.250.00, sem sjóveðréttur samkvæmt sátt-
inni var bundinn við, þar sem ekki þykir sýnt, að stefn-
andi hafi í sáttinni viljað falla frá sjóveðrétti fjTÍr vöxt-
um af nefndri fjárhæð. Þá ber og að viðurkenna sjóveð-
rétt fyrir áföllnum kostnaði við innheimtu skuldarinnar
eftir að sáttin var gerð, og er óvefengjanlegt, að hann
nemi áðurgreindum kr. 1.915.00.
Þar sem b.v. V liefur verið seldur á nauðungaruppboði,
færist sjóveðrétturinn yfir á uppboðsandvirði hans. Eftir
öllum málavöxtum þykir rétt að málskostnaður falli nið-
ur“.
(Dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 24. des. 1960).
.1 höfðaði mál gegn þrotabúi Fiskveiðihlutafélagsins V
og einstaklingnum T. J, sem var vélstjóri, liafði upphaf-
lega stefnt áðurnefndu hlutafélagi, V, til greiðslu á kaup-
eftirstöðvum ásamt vöxtum og málskostnaði. Síðar stefndi
stefnandi eiganda bátsins m.b. S, áðurnefndum stefnda T,
til þess að þola viðurkenningu sjóveðréttar í nefndum
báti til tiTggingar á dómkröfunum. Meðan á rekstri máls-
ins stóð, var bú hins stefnda hlutafélags tekið til gjald-
þrotaskipta, en félagið hafði látið sækja þing í máhnu
og engum andmælum hreyft gegn kröfum stefnanda á
hendur því, en síðar féll þingsókn niður af hálfu félagsins.
Dómur sá, sem hér verður reifaður, var kveðinn upp
Tímarit lögfræðinga
163