Tímarit lögfræðinga - 01.06.1970, Page 76
þann 19. marz 1960. Stefna gagnvart hinu stefnda fisk-
veiðahlutafélagi var útgefin þann 10. janúai- 1957.
Samkvæmt auglýsingu í 12. tbl. LögbirtingaMaðsins,
sem út kom 22. febrúar 1959, var skiptum lokið í þrotabúi
nefnds fiskveiðiblutafélags hinn 12. þess mánaðar. Með
vísan til þess sagði í dóminum að visa yrði málinu frá
dúmi ex officio að því er þrotabúið varðaði og láta ináls-
kostnað falla niður.
Stefndi T krafðist aðallega sýknu af kröfum stefnanda
og málskostnaðar, en til vara krafðist bann þess, að sjó-
veðrétturinn yrði aðeins viðurkenndur fyrir kaupi stefn-
anda sem háseta í 16 daga.
Með brófi, dags. 14. desember 1955, hafði hið stefnda
hlutafélag staðfest að hafa ráðið stefnanda sem eftirlits-
mann með viðgerð og niðursetningu á vélum í m.s. S, en
verk þessi áttu að fara fram i Sviþjóð. Eftir bréfinu skyldi
kaup stefnanda fara eftir taxta vélstjóra um kaup í vöru-
flutningum á fiskiskipum og reiknast frá 15. desember
og til þess dags, er stefnandi kæmi aftur til Reykjavíkur.
Dvalarkostnaður í Svíþjóð skyldi stefnanda reiknaður s.
kr. 35.00 pr. dag og jafnframt skyldi belmingur kaupsins
greiddur i sænskum krónum.
Stefnandi kom fyrir dóm í málinu. Hann skýrði svo
frá, að meðan bann hafi verið i Svílþjóð, hafi hann haft
eftirlit með og unnið að niðursetningu nýri'ar vólar i fyrr-
nefndan bát i stað annarrar, sem búið liafi verið að taka
úr ibátnum, þegar bann kom út. Þá hafi hann og unnið
að þvi að gera við stýri og stýrisleiðslur, að taka fram
olíugeyma til viðgerðar, svo og að talca dýptarmæli,
talstöð og rafgeyma úr bátnum og koma hlutum þessum
til viðgerðar. Taldi bann sig yfirleitt hafa séð um og ann-
azt öll þau störf, sem féllu undir venjuleg störf vélstjóra
á skipum.
1 máli þessu kom fram, að samkvæmt skipshafnarskrá
m.s. S var stefnandi innfærður sem háseti á skipið eina
ferð frá útlöndum frá 15. febrúar til 1. april 1956, enda
164
Tímarit lögfræðinga