Tímarit lögfræðinga - 01.06.1970, Síða 77
þótt hann væri staddur úti í Sviþjóð, þegar innfærsla hans
á skipshafnarskrá átti sér stað. Gerði stefnandi þá grein
fyrir þessu, að ætlunin hafi verið, að hann yrði vélstjóri
á skipinu í heimferð þess. Af þvi hafi ekki orðið. Með
samkomulagi við forráðamenn skipsins hafi liann farið
heim á undan því, þar sem skipið hafi frosið inni í Svi-
þjóð og heimför þess liefði því getað dregizt um ófyrir-
sjáanlegan tíma, en hann liafi verið ráðinn vélstjóri á
annað skip hér heima. Hingað til Reykjavíkur hafi hann
komið 2. marz 1956 með flugvél, er tafizt liafi tvo daga
í Noregi vegna bilunar. Þannig hafi ekki komið til þess
að stefnandi hafi starfað sem háseti á skipinu.
Þá sagði stefnandi, að eftir að skipt hafði verið um vél
i skipinu, hefði ]nd verið siglt innan skerja við Svíþjóð til
þess að koma því nær rás í isinn, sem skip hafi hrotið
sér inn til Gautaborgar. í þessari siglingu, sem átt liafi
sér stað eftir 15. fehrúar 1956, hafði hann annazt vélstjórn
á skipinu, en ekkert koni fram um það í málinu, hve sigl-
ing þessi tók langan tíma.
Stefndi T reisti kröfu sína um sýknu á því, að stefn-
andi hefði aldrei í umræddri utanför verið skipverji á
m.s. S i merkingu siglingalaganna, og liefði hann þvi
ekki eignazt sjóveðrétt i skipinu fyrir kröfu sinni. Þá hélt
stefndi T ])ví jafnframt fram, að sjóveðrétturinn, ef um
hann hefði verið að ræða, hefði verið fyrndur, þegar málið
á hendur honum var liöfðað. Niðurstaða máls þessa varð
sú, að fallizt var á það með stefnda T, að stefnandi hafi
ekki getað skoðaz t skipverji á skipinu i merkingu siglinga-
laganna og liafi því sjóveðréttur ekki fylgt kaupkröfu
hans, sbr. 2. fl. 236. gr. siglingalaganna. Var því stefndi T
sýknaður í málinu, en eftir atvikum þótti rétt að máls-
kostnaður félii niður. (Það atbugist, að hér var í sama
dómi bæði frávísað og sýknað).
(Dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 19. marz 1960).
Tímarit lögfræðinga
165