Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Qupperneq 7

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Qupperneq 7
rniAim- <s lik.MMAHM.A 1. HEFTI 28. ÁRGANGUR JÚLÍ 1978 FRAMKVÆMD REFSIDÓMA í þessu hefti birtist ritgerð eftir Jónatan Þórmundsson prófessor um gild- andi réttarreglur og framkvæmd varðandi refsivist. Þessar reglur eru mikilvæg- ar, fyrst og fremst fyrir þá, sem refsingu sæta, en raunar einnig fyrir alla aðra landsmenn, því að þær hafa þýðingu í baráttunni við afbrotin og endurspegla að auki menningu og viðhorf í þjóðfélaginu. Verulegar breytingar hafa orðið á þessum reglum, eftir að núgildandi hegningarlög voru sett 1940.Frá síðustu árum má nefna lögin um fangelsi og vinnuhæli frá 1973, en samkvæmt þeim tók skilorðseftirlit ríkisins til starfa ári síðar. Nýlega hefur yfirstjórn fangelsis- mála verið breytt, sbr. reglur nr. 409/1977. Annast nú sérstök deild í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu þessi mál og stýrir fullnustu refsidóma um land allt. Þá miða ýmsar framkvæmdir á siðustu árum að bættri framkvæmd refsinga. Byggt var við vinnuhælið á Litla-Hrauni og hin nýja álma tekin í notkun 1971. Síðumúlafangelsið var tekið í notkun 1973, en húsnæðið hafði áður verið notað af lögreglunni fyrir handtekna menn. Nú er verið að byggja einangrunarfang- elsi á Litla-Hrauni og varðhaldsfangelsi í Reykjavík. Fjárlög sýna, að veru- legu fé er varið til refsiframkvæmdar. Til hegningarhússins við Skólavörðu- stíg eru veittar 45 milljónir kr. á þessu ári, til vinnuhælisins á Litla-Hrauni 134 millj. kr., til vinnuhælisins á Kvíabryggju 30 millj. kr. og til skilorðseftir- litsins 7 millj. kr. Rökstudd og málefnaleg umræða um umbætur í refsimálum hefur ekki verið jafnmikil hér á landi á síðustu árum og hefði átt að vera. Vafamálin eru mörg, og sum þeirra snerta grundvallaratriði. Margs konar alþjóðlegt sam- starf er um þessi efni, en því mun misvel sinnt af íslands hálfu. Félag um sak- fræði er starfandi hérlendis, en lætur Iftið yfir sér. Full þörf er á, að breyting verði á þessu. Til að þessi umræða komi að fullum notum, þarf einnig að bæta upplýsingasöfnun og birtingu upplýsinga um brotamál, en þar skortir verulega á, að við stöndum nágrönnum okkar jafnfætis. Þór Vilhjálmsson. 1

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.