Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Blaðsíða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Blaðsíða 9
innan Garðs (hann var kallaður klokker) hélt mjög hjartnæma ræðu I skilnað- arhófi, sem haldið var fyrir prófessor Lassen og frú 1918, þegar þau fluttu af Garði, og kallaði hann þá fráfarandi garðprófast Júlíus den Gode (líkt og stundum var sagt um góða kónga). Jafnframt sagði hann að við myndum aldrei eignast hans líka (þarna var eftirmaður Lassens, sagnfræðiprófessor Knud Fabricius, einnig staddur og var þetta því fljótfærnislegt, en þessu var vel tekið, enda af einlægni talað). Það hefði verið gaman að skrifa nokkuð um Rómarétt og þróun hans, en ég þori ekki að leggja í slíkt. Fyrir um 700 árum f.Kr. safnaði maður að nafni Papiríus hinum frumstæðu lögum samfélagsins og nefndust þau jus civiie Papirianum, (borgaralegur réttur Papirianis>. Seinna gengu lög þessi úr gildi og voru þá sendir 10 menn með umboðum til Grikklands til að sækja lög þaðan, sem Rómverjar gætu notað fyrir sitt borgríki, og var þessum 10 mönn- um veitt einskonar löggjafarvald í 1 ár, svo þeir gætu breytt lögunum eftir þörfum. Þeir komu aftur með lagasafn, sem ritað var á 10 fílabeinstöflur. Síðan bættu þeir við lögin og voru þau síðan rituð á 12 eirtöflur og um 451—450 f.Kr. birtust svo leges duodecem tabularum — tólf töflu lögin — sem mynduðu kjarnann í Rómaréttinum. — Það er mjög lærdómsríkt að kynna sér þróun Rómaréttarins frá því að vera frumstæður réttur fyrir lítið borgríki til svo að segja alheimsréttar. Svo héldu Rómverjar fast við leges-duodecem tabularum, að þær voru ávalt hafðar til sýnis á Forum Rómanum, og á dögum hins fræga mælskumanns Cicero (106 til 43 f.Kr.) var ungum mönnum í Róm gert að skyldu að læra þær utanað. Eirtöflurnar eyðilögðust, er Gotar rændu og brenndu Róm (um 410 e.Kr.). Það er gaman að minnast þess að rétt fyrir 930 sendum við íslendingar Úlfljót til Noregs til að læra lög handa okkur. Hann kom ekki með þau á fíla- 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.