Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Síða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Síða 13
ráðuneytisins. Við hverja refsivistarstofnun skal vera sérstakur for- stöðumaður til þess að annast daglegan rekstur. Skal skipa í það starf öðrum fremur lögfræðing eða félagsráðgj afa, er hafi sérstakléga kynnt sér fangelsismál. Einnig er ráðherra heimilt að skipa þriggja manna stjórnarnefnd við hverja stofnun sér til aðstoðar. Stjórnarnefndir þessar skulu skipaðar til 3 ára í senn, sbr. 11. gr. 1. 38/1973. Fyrir setningu laganna hafði slík stj órnarnefnd verið starfandi fyrir vinnu- hælið á Litla-Hrauni samkvæmt ákvæði 23. gr. rgj. 150/1968. 1 öðru lagi annast dómsmálaráðherra að mestu fullnustu einstakra refsivist- ardóma og setur almennar reglur um fullnustuna, sjá l.mgr. 39. gr. hgl., sbr. 3. gr. 1. 101/1976, og 4. gr. starfsreglna nr. 409/1977. Dómsmála- ráðherra getur ákveðið, að dómfelldur maður sé um stundarsakir eða allan refsitímann vistaður á sjúkrahúsi eða annarri stofnun, þar sem hann nýtur sérstakrar meðferðar eða forsjár, enda sé slíkt talið henta vegna heilsuhaga hans, aldurs eða annarra sérstakra ástæðna, sbr. 2. mgr. 39. gr. Ákvæði þetta var talsvert rýmkað með 3. gr. 1. 101/1976. Slík vistun telst til refsitímans, sbr. nánar 46. gr. hgl. Dóms- málaráðherra ræður einnig mestu um lausn fanga úr refsivist, áður en afplánun samkvæmt dómi er lokið, þ.e. með náðun, reynslulausn eða frestun fullnustu, sjá 4. gr. rgj. 260/1957, 4. mgr. 4. gr. og 6.—8. gr. starfsreglna nr. 409/1977. Dómstólar koma lítið við sögu, eftir að þeir hafa kveðið upp sak- fellingardóm. Þó fjalla þeir nú að nokkru leyti um skilorðsrof manna með reynslulausn, sbr. 42. gr. hgl., eins og henni var breytt með 1. 16/1976. Einnig má nefna 3. mgr. 73. gr. hgl. um ákvörðun agaviður- laga. Hvort tvéggja er í sambandi við ný afbrot fanga. Atbeina dóm- stóla þarf aftur á móti í ríkari mæli við ákvörðun um öryggisgæslu og aðrar ráðstafanir skv. 62. gr. hgl. Margar mikilvægar ákvarðanir um meðferð dómþola eru teknar eftir dómsuppkvaðningu, svo sem um vistunarstað, meðferð í stofnun, agaviðurlög, hlé á afplánun eða lausn úr refsivist, með skilyrðum eða án, sbr. 3. gr. starfsreglna nr. 409/1977. Fangar njóta engan veginn þess réttaröryggis, sem sökunautar njóta lögum samkvæmt, meðan mál þeirra eru fyrir dómstólum. Vafalaust væri til bóta að auka nokkuð vald dómstóla til ákvörðunar um þessi atriði, en einnig væri mikil framför að lagareglum um meðferð mála í stjórnsýslunni, eitthvað í líkingu við réttarfarsreglur dómstóla. Föng- um væri það t.d. mikils virði að eiga málskotsrétt um ákveðin atriði til hlutlauss aðila. Um þessi efni má vísa í grein eftir Lars Busck í Juristen 1975, bls. 109 og áfr.: „Retssikkerhed og fængselsstraf". Rétt er að minna á, að í 1. 74/1972, um skipan dómsvalds í héraði 7

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.