Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Qupperneq 20

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Qupperneq 20
fyrir hlutdeildartilvik 2. mgr. 22. gr. hgl. má fella niður, ef brot varðar ekki þyngri refsingu að lögum en varðhaldi, sbr. 3. mgr. 22. gr. hgl. Sé unnið til varðhaldsrefsingar fyrir brot, er fyrningarfrestur 2 ár sam- kvæmt 81. gr. hgl., nema varðhald sé dæmt til lengri tíma en eins árs, en slíkt er afar sjaldgæft í framkvæmd. Stundum er heimilað í lögum að dæma fangelsi í stað varðhalds jafnlangan tíma, sbr. 5. mgr. 44. gr. og 1. mgr. 73. gr. hgl., og aftur varðhald í stað fangelsis jafnlangan tíma, sbr. 96. gr. og 104. gr. hgl. I IV. kafla var rætt um mismunandi tímalengd fangelsis og varð- halds. Auk þess gera lög ráð fyrir nokkrum mun á inntaki þeirra, sbr. 44. gr. hgl. I framkvæmd er þessi munur þó hverfandi lítill, þar sem meðferð manna í fangelsisvist hefur verulega sveigst í átt til þeirrar meðferðar, sem varðhaldsföngum er áskilin. a) Varðhaldsfangar skulu ekki vera með föngum, sem dæmdir hafa verið til fangelsisvistar, sbr. 2. mgr. 44. gr. og ákvæði 3. gr. 1. 38/1973 um sérstaka varðhaldsdeild í ríkisfangelsinu. Vinnuhælin eru aðeins miðuð við afplánun fangelsisrefsinga, sjá 4. og 5. gr. 1. 38/1973, sbr. fyrirvara í 16. gr. laganna og réglur nr. 316/1977. b) Vaiðhald skal að jafnaði taka út í einrúmi, sbr. 2. mgr. 44. gr. Af framhaldi ákvæðisins er þó ljóst, að þessi meginregla er léttvæg. Aðalreglan um fangelsisvist er aftur á móti sú, að refsingin sé tekin út í félagi, nema um skamma vist sé að ræða, sjá nánar 35. og 36. gr. hgl. c) Varðhaldsfangar þurfa ekki að láta sér nægja venjulegt fanga- viðurværi. Þeim er heimilt að útvega sér sjálfir og taka við fæði, hús- munum, bókum og öðrum persónulegum nauðsynjum, að svo miklu leyti, sem það fer ekki í bága við öryggi og góða reglu í varðhaldinu, sbr. 3. mgr. 44. gr. d) Varðhaldsfangar mega sjálfir útvega sér vinnu, sem samrímist öryggi og góðri reglu. Arðinn af vinnunni eiga fangarnir sjálfir. Sjái þeir sér ekki fyrir vinnu, sem varðhaldsstjórn samþykkir, er þeim skylt að vinna það, er hún léggur þeim til, og skal vinnan miðuð svo sem unnt er við fyrri atvinnu þeirra og þekkingu. Ágreiningi má skjóta til úrskurðar dómsmálaráðherra, sjá 4. mgr. 44. gr. VI. FANGELSISSAMFÉLAGIÐ. Sá, sem vill kynna sér, í hverju fangavist er fólgin, á að ýmsu leyti erfitt um vik. Sá einn, sem sjálfur hefur reynt hana, getur til fulls skilið hina margslungnu félagslegu og sálrænu þætti hennar. Gallinn er bara sá, að fæstir fangar hafa það innsæi og tjáningarhæfileika, að 14

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.