Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Síða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Síða 23
VII. INNTAK ÓFRELSIS. Frjálsræðissvipting, hvort sem er í fangelsi eða hæli, felur í sér verulega skerðingu á sjálfstæði og athafnafrelsi vistmanna og rof á margs konar tengslum við umheiminn. 1) Fangi dvelst allan afplánunartímann í fangelsisbyggingunni eða á útivistar- og athafnasvæði fangelsisins. Skv. 7. gr. rgj. 150/1968, um vinnuhælið að Litla-Hrauni, skulu allir fangar lokaðir inni í klefum sínum frá kl. 9 að kvöldi til kl. 8 að morgni, nema undanþága sé veitt, þ.e. 11 klst. á sólarhring. I framkvæmd er þessi tími frá miðnætti til kl. 8, þ.e. 8 klst. Um þriðjung verutíma síns í fangelsi eru fangar því lokaðir inni í klefum sínum. Út fyrir fangelsissvæðið koma fangar sjaldan. Helst ber við, að fangar fái stutt heimfararleyfi vegna jarð- arfarar, hjónavígslu o.fl. 2) Samskipti fanga við fjölskyldu eru takmörkuð. Fangar eiga rétt til að þiggja heimsóknir af nánum vandamönnum sínum á sunnudög- um. Samkv. 14. gr. rgj. 150/1968 er heimsóknatími kl. 13—15 á sunnu- dögum. Er svo fyrir mælt, að fangavörður ráði lengd viðtalstíma og skuli vera viðstaddur heimsóknir, nema sérstök undanþága fangelsis- stjóra komi til. Ákvæði þetta er frjálslega framkvæmt að öllu leyti. Undanþágan mun vera orðin að reglu í framkvæmd. Hún hefur verið skilin svo, að fangar geti tekið á móti mökum sínum eða sambúðar- fólki án nærveru eða afskipta fangavarða. Er þar fengin nokkur lausn á einu vandamálanna, sem innilokun fylgja, kynsveltinu. Ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi, getur fangelsisstjóri bannað tilteknum mönn- um að heimsækja fanga, einnig vandamönnum. Fangi getur neitað að þiggja heimsóknir annarra en þeirra, sem eiga við hann opinber erindi. Heimilt er að leita á gestum, sbr. 15. gr. Hliðstætt ákvæði er í 20. gr. rgj. 260/1957. 3) Fangar eru ekki frjálsir að því hvaða persónulega muni þeir hafa í klefum sínum. Þeir mega hafa ljósmyndir af maka sínum, foreldrum, börnum eða unnustu(a) og útvega sér „hollar og fræðandi bækur“, sjá nánar 17. og 18. gr. rgj. 150/1968 og 22. og 23. gr. rgj. 260/1957. Föngum er bannað að líma myndir eða annað á klefaveggina án leyfis fangavarðar. Ekki verður annað séð en að reglu þessari hafi verið snúið við, og er það vel. Persónulegir munir eru því aðeins bannaðir, að þeir þyki hættulegir. 4) Bréfaskoðun verða fangar að sæta, sbr. 13. gr. rgj. 150/1968 og 19. gr. rgj. 260/1957. öll bréf til fanga og frá skulu ganga í gegnum skrifstofu fangelsisstjóra, sem rannsakar innihald þeirra. Símtöl til 17

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.