Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Qupperneq 35

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Qupperneq 35
honum reynslulausn eftir 2 mánaða afplánun í refsivist, en skv. 2. mgr. eftir eins mánaðar afplánun. b) Persónulegir hagir fanga. Þótt tímamörk 1. mgr. 40. gr. séu upp- fyllt, á dómsmálaráðherra frjálst mat um það, hvort hann veitir reynslulausn. Það mat hlýtur einkum að vera háð þeim atriðum, sem greind eru í 3. mgr. 40. gr. Löggjafarstefnan er ótvírætt sú, að reynslu- lausn sé almennt veitt, sbr. orðalag 3. mgr. 40. gr. Reynslulausn á samt ekki að veita, ef slíkt þykir óráðlegt vegna haga fangans. Fangi þykir t.d. hættulegur umhverfi sínu vegna geðtruflana, ofstopa í fangelsi eða af öðrum ástæðum. Á móti koma þau rök, að það kann að vera jafnvel enn viðsjárverðara að sleppa manni úr fang'elsi eftirlitslaust að refsivist afplánaðri en að veita honum reynslulausn. Með reynslu- lausn er einmitt ætlunin að brúa bilið milli refsistofnunar og óskoraðs frelsis og hjálpa honum yfir þá aðlögunarerfiðleika, er bíða hans, sbr. greinargerð. Um persónulega hagi eru auk þess sett þau beinu skilyrði í 3. mgr. 40. gr., að fanga skuli vís hentugur samastaður og vinna eða önnur k jör, er nægja honum til lífsuppeldis, þ. á m. fyrir atbeina umsjónarstofnunar (skilorðseftirlits). Eini agnúinn á þessu skilyrði er sá, að þeir fangar, sem hafa að fjölskyldu og eignum að hverfa, kunni að eiga auðveldara en aðrir með að uppfylla það. Úr þeirri hættu dregur, eftir því sem betur er búið að umsjónarstofnunum. Á hinn bóginn er mikilsvert, að þessi atriði séu tryggð, áður en til reynslulausnar kemur, þar eð ella er hætt við, að hún verði til lítils góðs. c) Yfirlýsing fanga. Ekki þarf að liggja fyrir umsókn frá fanga, en fengin skal yfirlýsing hans um, að hann vilji hlíta skilyrðum þeim, sem sett eru fyrir reynslulausn. Ákvörðun um reynslulausn verður að teljast gild, þótt þessa sé ekki gætt, en þá má búast við, að lausnin beri ekki þann árangur, sem ætlast er til. Það er mikilvæg forsenda fyrir góðum árangri, að fangi sé viðbúinn að hlíta skilyrðum reynslu- lausnar. Þess skal getið, að norræna refsilaganefndin taldi ekki þörf á að halda í ákvæðið um yfirlýsingu fanga, þar sem viðhorf fanga til reynslulausnar hlyti að hafa áhrif á ákvörðun ráðherra hvort eð væri. Ákvæði þessu var þó haldið í íslensku lögunum vegna fangans sjálfs. Þótti vænlegra að tryggja það, að fanginn væri hafður með í ráðum. Þess munu fá dæmi hér á landi, að fangi hafi hafnað reynslulausn, en í Danmörku er talið, að slíkt komi fyrir í u.þ.b. 10% tilvika. d) Kynning á skilyrðum, sem fanga eru sett. Þegar fangi fær lausn til reynslu, skal afhenda honum skírteini, er greini skilyrði fyrir 29

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.