Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Blaðsíða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Blaðsíða 40
% hluta refsitímans og við þriðju afplánun eftir % hluta refsitímans. Þeir, sem oftar hafa setið í fangelsi, hafa yfirleitt ekki átt kost á náð- un, sbr. Ölafur Jóhannesson, Alþingistíðindi 1972 (Umræður), d. 1046 —47. Stundum er náðun veitt með almennri tilvísun til skilyrða VI. kafla hgl. og þá án undirritunar fanga. I reynd táknar þetta aðeins almenna skilyrðið um, að aðili gerist ekki sekur um nýtt brot á skil- orðstímanum. Einnig er algengt, að fangi undirriti yfirlýsingu um, að hann vilji hlíta tilteknum skilyrðum. Tíðustu skilyrðin eru þá þau, að aðili lifi reglusömu lífi (og neyti ekki áfengis eða deyfilyfja), að hann gerist ekki sekur um refsiverðan verknað á skilorðstímanum, að hann sé háður umsjón Skilorðseftirlits ríkisins og hlíti fyrirmælum þess. Skilorðstíminn er yfirleitt 2 eða 3 ár, en er stundum skemmri eða lengri (1 eða 4 ár). Um skilyrði náðunar er bersýnilega tekið mið af lagareglunum um reynslulausn, einkum eins og þær voru fyrir setn- ingu 1. 16/1976, sbr. 3. mgr. 40. gr. hgl. Eftir setningu 1. 16/1976 hefur skilorðsbundin náðun að hluta orðið að þoka fyrir reynslulausn. Skilorðsbundin náðun kemur nú helst til álita, áður en afplánun hefst, þegar sérstakar ástæður mæla með henni, t.d. langur tími liðinn frá framningu brots og dómfelldi hefur ekki brotið af sér síðan. Dómfelldi hefur þá yfirleitt breytt um líferni, er t.d. búinn að stofna heimili og kominn í fasta vinnu, þannig að afplánun refsivistar yrði alvarlegt áfall fyrir hann og mundi raska hinum bættu högum hans. Náðun án skilyrða er sjaldan veitt, og því aðeins að ríkar ástæður séu til. X. EFTIRMEÐFERÐ. Áður hefur verið vikið að hinum félagslegu og sálrænu vandamálum fanga, sem snúa aftur til hins frjálsa samfélágs eftir langa vist í fang- elsi. Lengst af hefur þjóðfélagið lítið hirt um þá, og hafa því margir hrasað fljótlega aftur. Fjölskyldan er sundruð, fyrri vinir horfnir og vinna torfengin. Þau félagslegu vandamál, sem fylgja fangavistinni og tukthússtimplinum, bætast með fullum þunga við þá sálrænu erfið- leika, sem fyrir eru. Á síðari árum hafa æ fleiri gert sér grein fyrir, hve mikilvægt það er í þágu refsivörslunnar og í þágu einstaklinganna sjálfra, að til komi virkt aðhald og stuðningur við þá, meðan þeir eru að brúa bilið milli fangelsisvistar og óskoraðs frelsis. Slík sjónarmið komu þegar fram í lagareglunum um reynslulausn frá 1940 og síðar í náðunarfram- kvæmdinni hér á landi. Svipuð sjónarmið um fyrirbyggjandi aðgerðir 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.