Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Síða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Síða 42
uppi. Á þessu hefur síðan orðið breyting til batnaðar. Þá reynir skil- orðseftirlitið að fylgjast með því, hvort skjólstæðingar þess komast í kast við lögrégluna, og er þá reynt að kanna málavexti hið fyrsta. Jafnframt sjálfu eftirlitsstarfinu skal leitast við að hjálpa skjólstæð- ingum stofnunarinnar, svo sem með því að útvega þeim atvinnu og veita þeim aðstoð við að njóta félagslegrar fyrirgreiðslu bæði hjá við- komandi sveitarfélagi og öðrum þeim aðilum, sem slíka fyrirgreiðslu geta veitt, sbr. 3. gr. rgj. Skal stofnunin hafa samstarf við félagsmála- stofnanir í hlutaðeigandi sveitarfélögum um útvegun húsnæðis, at- vinnu og hvers konar félagslega aðstoð, sem aðili kann að þarfnast, meðan hann er undir eftirliti. Sömuleiðis skal stofnunin beita sér fyrir því, að skjólstæðingar hennar fái endurhæfingu, eftir því sem fáanlegt er hverju sinni, sbr. 6. gr. rgj. Stofnunin skal leita eftir samstarfi við frjáls félagasamtök og einstaklinga, sem áhuga hafa á að veita brota- mönnum aðstoð, bæði utan fangelsa og innan, sbr. 5. gr. rgj. Sjálfri er stofnuninni heimilt að reka íbúðarhúsnæði fyrir þá, sem leystir eru úr fangelsi, meðan þeir bíða varanlegs húsnæðis. Dvöl í því skal að jafnaði ekki vara lengur en einn mánuð, sbr. 7. gr. rgj. Starf Skilorðseftirlits ríkisins beindist í fyrstu eingöngu að þeim, er leystir voru úr fangelsi með skilyrðum. 1 upphafi tók skilorðseftir- litið við 39 slíkum mönnum, og á árinu 1975 bættust aðrir 40 við þann hóp. Af þessum 79 mönnum luku 11 skilorðstíma sínum á árinu og stóðust skilorðið, en 23 rufu það, sjá nánar ársskýrslu skilorðseftir- litsins fyrir árið 1975. Það var fyrst í desember 1975, að ríkissaksókn- ari hóf að vísa til skilorðseftirlitsins málum ungmenna, er hlotið höfðu ákærufrestun. Jókst mjög álag á skilorðseftirlitinu við tilkomu þessara mála, sem heyra undir það skv. 14. gr. 1. 38/1973 og 1. gr. rgj. 20/1974. Á tímabilinu frá desember 1975 til 1. október 1976 voru 189 ungmenni sett undir eftirlit stofnunarinnar. 1 3. mgr. 4. gr. rgj. 20/1974 er Skilorðseftirliti ríkisins heimilað, eftir því sem aðstæður leyfa hverju sinni, að veita þeim, sem lokið hafa afplánun dóma að fullu, aðstoð við útvégun atvinnu og húsnæðis á sama hátt og þeim, sem undir eftirliti eru. 36

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.