Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Síða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Síða 44
Ávíð <>« drelf RÉTTARFARSÞING í BELGÍU Fyrsta alþjóðaþingið um einkamálaréttarfar var haldið á vegum lagadeildar háskólans í Ghent í Belgíu 27. ágúst — 4. september 1977. Umræðuefnin voru þrettán, og um þau öll voru lagðar fram greinargerðir aðalframsögumanna og að auki skýrslur um einstök ríki. Umræðuefni og aðalframsögumenn voru sem hér segir: Meginreglur í einkamálaréttarfari (W. J. Habscheid, Wurzburg-Genf). Réttarfarsreglur í alþjóðlegum einkamálarétti (W. Grunsky, Bielefeld). Sönnunarfærsla samkvæmt réttarfarsreglum (G. A. Micheli, Róm, og M. Taruffo, Pavia). Réttarfar í áfrýjunarmálum (J. A. Jolowicz, Cambridge). Lögfræðileg aðstoð og ráðleggingar (V. Denti, PaviaL Mannlegri meðferð dómsmála (V. Fairén Guillen, Valencia, og A. Gelsi Bidart, Mantevideo). Hraðari meðferð mála (J. Jacob, London). Smámáladómstólar (H. W. Fasching, Vín). Hlutverk og vald dómara (B. Connen, Parls). Val og skipun dómara (H. Fix Zamudio, Mexicoborg). Hlutverk saksóknara í einkamálaréttarfari (E. Vescovi, Mantevideo). Lögfræðingar og annað starfslið við réttarmálefni (Y. Taniguchi, Tokyo). Eins og sjá má af þessum lista, eru sum umræðuefnin vel þekkt vandamál hér á landi: lögfræðileg aðstoð, hraðari málsmeðferð, smámáladómstólar og val og skipun dómara. Þess er ekki kostur að fjalla hér um það, sem fram kom um þessi mál og önnur á þinginu í Ghent. Ýmsar af þeim upplýsingum, sem finna má í skýrslum, er þarna voru lagðar fram, geta komið að gagni við endurskoðun íslenskra réttarfarsreglna. En það virðist þó koma fram í fyrir- lestrum manna og umræðum á þinginu, að ekki er fyrir að fara hugmyndum, sem Ijóslega bera af og geta leyst vandamálin fljótt, vel og á ódýran hátt. Sumt af því, sem fram kom, þótti undirrituðum nýstárlegt. Svo var til dæmis um hugmyndir um hlutverk saksóknara í einkamálum. Var rætt um, að sak- sóknarar ættu að láta til sín taka í þágu þeirra, sem ekki hafa aðstöðu til að beita sér að málarekstri. Þá var sagt, að saksóknarar ættu að koma fram sem eins konar neytendaumboðsmenn í málaferlum og að þeir ættu að vera fyrir- svarsmenn þeirra, sem hagsmuna hafa að gæta af „dreifðum réttindum", fyrst og fremst varðandi umhverfismál. Réttarfarsþingið í Ghent hafði að einkunnarorðum: MANNLEGRA RÉTTAR- FAR. Til þingsins var efnt, þegar 10 ár voru liðin frá gildistöku belgísku réttar- farslaganna. Þátttakendur voru 295 úr öllum heimsins hornum. Frá Islandi sóttu 38

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.