Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Side 45

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Side 45
þingið undirritaður og eiginkona hans. Forseti ráðstefnunnar var prófessor E. Krings, en framkvæmdastjóri prófessor M. Storme. Allt var vandlega undir- búið og framkvæmdin tókst með ágætum. Þingtíðindin eru komin út í 590 bls. bók á vegum Kluwer forlagsins í Amsterdam. Þór Vilhjálmsson. FRÁ AÐALFUNDI DÓMARAFÉLAGS ÍSLANDS Aðalfundur Dómarafélags íslands var haldinn í Tollhúsinu í Reykjavík dag- ana 24.—25. nóvember s.l. Formaður félagsins, Unnsteinn Beck borgarfógeti, setti fundinn og stjórnaði honum. Tilnefndi hann sem fundarritara þá Friðjón Guðröðarson lögreglustjóra og Kristin Ólafsson tollgæslustjóra. Formaður ávarpaði fundargesti og minntist látinna félaga, Lárusar Jóhannes- sonar fyrrverandi hæstaréttardómara og Sigurðar Guðjónssonar bæjarfógeta. Baldur Möller ráðuneytisstjóri bar fundinum kveðju Ólafs Jóhannessonar dómsmálaráðherra, sem ekki hafði tök á að vera viðstaddur setningu fundarins. Formaður greindi frá embættaveitingum á árinu, skipun Barða Þórhallssonar í embætti bæjarfógeta á Ólafsfirði og skipun Halldórs Kristinssonar í embætti bæjarfógeta í Bolungavík. Flutti formaður síðan skýrslu stjórnar. Ólafur St. Sigurðsson héraðsdómari greindi frá kynnisferð 25 dómara til Noregs á árinu. Kvað hann ferð þessa hafa verið bæði lærdómsríka og ánægju- lega, enda hefðu Norðmenn lagt sig alla fram um að gera þátttakendum í ferðinni til hæfis. Formaður skýrði frá ráðstefnu í Strasbourg um Lýðræðis- stofnanir Evrópuríkja og Steingrímur Gautur Kristjánsson héraðsdómari gaf skýrslu laganefndar, sem fjallaði einkum um frumvarp um lögréttu. Síðasta mál á dagskrá fyrri fundardagsins var erindi J. Ingimars Hanssonar rekstrar- verkfræðings um meðferð dómsmála frá sjónarmiði stjórnunar og skipulagn- ingar. Erindið var ítarlegt og fróðlegt, og þótti fundarmönnum fengur í að fá slíkt mál tekið til meðferðar. Síðari fundardaginn flutti Ármann Snævarr hæsta- réttardómari mjög athyglisvert erindi um tölvunotkun og verndun einkalífs. Laugardaginn 26. nóvember bauð Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra fund- armönnum og mökum þeirra upp á veitingar í ráðherrabústaðnum. í stjórn félagsins voru kjörnir: Ármann Snævarr hæstaréttardómari, formað- ur, og meðstjórnendur: Ólafur St. Sigurðsson héraðsdómari, Jón Eysteinsson bæjarfógeti, Hrafn Bragason borgardómari og Jón isberg sýslumaður. Endur- skoðendur voru kjörnir: Björn Hermannsson tollstjóri og Gunnlaugur Briem sakadómari. Kristinn Ólafsson. HEIMSÓKN BANDARÍSKRA DOMARA Á síðastliðnu ári kom hingað til lands frú Adeline Donohue, framkvæmda- stjóri Dómarafélags Ameríku (The American Judges Association), þeirra erinda að undirbúa dómaraferð til Luxemborgar með viðkomu á islandi. í því skyni 39

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.