Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Page 48

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Page 48
Á síðastliðnu ári var lokið við að ganga frá þeim hluta lögreglustöðvarinnar á Akureyri, sem ætlaður er afplánunarföngum. Þess er vænst, að deild þessi verði tekin í notkun innan skamms, en þar verður rúm fyrir 5—6 fanga. Þá var reistur vinnuskáli við Vinnuhælið á Kvíabryggju á síðastliðnu ári. í þeim skála á að geyma hluta af framleiðslu vinnuhælisins, einkum netasteina og gangstéttarhellur. Til framkvæmda í fangelsismálum er á fjárlögum yfirstandandi árs veittar alls 100 millj. kr., en auk þess eru væntanlega til ráðstöfunar 60—70 millj., sem ekki voru nýttar af fjárveitingu á fjárlögum síðasta árs. Þá er í fjárlögum yfirstandandi árs veitt heimild til að taka að láni allt að 100 millj. kr. til fram- kvæmda á þessu sviði. 3. Skipulag og rekstur. Skipulag og rekstur fangelsa og vinnuhæla hefur að mestu leyti verið í í sömu skorðum undanfarin ár. Á síðastliðnu sumri voru þó settar reglur um nýtingu fangelsanna í Reykjavík. Samkvæmt þeim reglum á fangelsið að Síðu- múla 28 að gegna hlutverki gæsluvarðhaldsfangelsis, en í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg skal vista þá, sem eru að hefja afplánun refsingar og þá, sem afplána varðhaldsdóma til skemmri tíma, svo og gæsluvarðhaldsfanga, sem vista þarf um lengri tíma, en ekki þurfa einangrunar við og á sama hátt og tíðast er um gæslu fanga. í fangageymslunni í lögreglustöðinni við Hverfis- götu á aftur á móti að vista þá, sem handteknir eru vegna brota á áfengis- eða fíkniefnalöggjöf eða fjarlægja þarf vegna óspekta á almannafæri eða af öðrum ástæðum. Til upplýsinga má geta þess, að miðað við fjárhagsáætlun fangelsa og vinnu- hæla kostar hver vistdagur fanga nálægt 10 þús. kr. á yfirstandandi ári. (Fréttatilkynning frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu). HAAGDÓMURINN UM FISKVEIÐILÖGSÖGUNA Utanríkisráðuneytið hefur gefið út íslenska þýðingu á dómi milliríkjadóm- stólsins í Haag í máli Bretlands gegn Islandi um fiskveiðilögsöguna hér við land. Gizur Bergsteinsson fyrrverandi hæstaréttardómari þýddi dóminn. Hér er um allmikið rit að ræða, alls 198 bls. Heitið er: „Milliríkjadómstóllinn — hinn 25. júlí 1974 — MÁL UM FISKVEIÐILÖGSÖGU — (Hið sameinaða kon- ungsríki Stóra Bretland og Norður-irlands gegn (slandi). 42

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.