Ægir - 01.11.1994, Side 5
„Ég held aö þessi tvö ár hafi dugað
til þess að Fiskistofa hefur sannað sig
og gagnrýnin hefur fallib um sjálfa sig.
Ég held ab það séu allir komnir að
þeirri niðurstöðu núna að þetta hafa
verið skref í framfaraátt. Allt þetta tal
um bákn er svo til hætt að heyrast
vegna þess ab menn hafa áttab sig á
því að þetta er ekkert bákn."
Þannig svarar Þóröur Ásgeirsson
Fiskistofustjóri fyrir sig þegar hann er
sagöur stjóma bákni sem þenjist stjóm-
laust út í ríkisketfmu. Þegar skipulags-
breytingar voru geröar í sjávarútvegin-
um fyrir tœpum tveimur ámm og Fiski-
stofa varð til urðu margir til þess aö
gagnrýna þá ráðstöfun og telja hana
ranga.
Með tilkomu Fiskistofu voru samein-
uð í einni ríkisstofnun verkefni sem
voru unnin hér og hvar í ríkiskerfinu
áður. Sumt var fœrt úr sjávarútvegs-
ráðuneyti, annað frá Fiskifélagi íslands
og Ríkismat sjávarafurða var lagt niður.
Þetta leiddi til nokkurrar fœkkunar op-
inberra starfsmanna og Þórður telur
þannig ótvírœtt að spamaður haf náðst
í heildina.
„Við erum með tveimur starfs-
mönnum færra nú en þegar Fiskistofa
var stofnuð og erum ekki með neina
útþenslustefnu þannig séð," segir
Þórður.
Hjá Fiskistofu starfa nú 59 starfs-
menn. 38 þeirra unnu áður hjá ýmsum
opinbemm stofnunum sem voru fœrðar
undir Fiskistofu en við þessa breytingu
fœkkaði opinberum starfsmönnum alls
um 10.
„Hitt er svo annað mál að það eru
gerðar mjög miklar og vaxandi kröfur
til stofnunarinnar, sérstaklega á eftir-
litssviðinu. Ég býst við að þær kröfur
leiði til þess að fjölgunar verði þörf."
Fiskistofa hefur verið gagnrýnd
nokkuð harkalega fyrir slcelega fratn-
göngu í veiðieftirliti. Þessi gagnrýni
hefur einkum komið úr röðum útvegs-
manna og þeir hafa staðhœft að fiski
sé hent í sjóinn, honum laumað fram-
hjá vigt og yfirleitt gengið á svig við
flest opinber fyrirmœli og veiðieftirlit
Fiskistofu fái alls ekki komið höndum
yfir skúrka. Er þessi gagnrýni þá rétt-
mœt að einhverju leyti?
Gagnrýnisraddir þagna
„Ég fékk gott tækifæri til þess að
ræða þessi mál við útvegsmenn á aðal-
fundi LÍÚ á dögunum þar sem ég hélt
erindi um veiöieftirlitið. Þá brá svo við
ab engar gagnrýnisraddir heyröust,
þær voru þagnaðar og það bendir til
þess að menn hafi talað fyrst og hugs-
að svo. Kristján Ragnarsson sagði
reyndar skýrt að ekki væri hægt að
koma í veg fyrir að menn hentu fiski í
sjóinn ef þeir ætluðu sér þab og ekki
mætti kenna eftirlitsaðilanum um brot
sem þeir væru sjálfir að fremja.
Kristján hélt sig reyndar við að segja
að gagnrýnin á Fiskistofu væri réttmæt
án þess að rökstyðja það frekar. Ég tel
ab meirihluti manna sé ósammála
honum."
Veiðieftirlitið var áður í sjávarútvegs-
ráðuneytinu og var til þess stoþtað með
lögum frá 1976. Það kom reyndar í hlut
Þórðar, sem þá starfaði í ráðuneytinu,
að ráða fyrsta eftirlitsmanninn til
starfa og koma eftirlitinu á laggimar.
Við freistingum gæt þín
„Upphaflega var þetta hugsað sem
eftirlit á sjó, fyrst og fremst til að
fylgjast með aflasamsetningu. Með
þessum lögum kom fyrst heimild til
skyndilokana væri of hátt hlutfall
smáfisks í afla.
Síðan hefur þetta þróast gegnum
árin og fljótlega sáu menn að það var
brýn þörf á virku eftirliti í landi. Verk-
efnum hefur því fjölgað með breyttum
áherslum og nýjum freistingum sem
kvótakerfiö leiðir af sér."
Hvort er þá vœnlegri kostur að auka
veiðieftirlitið svo það geti sinnt þeim
skyldum sem lögin fela því eða breyta
lögunum þannig að dragi úr freistingum
til þess að ganga á svig við lögin?
„Það er ljóst að séu reglurnar þannig
að engum detti í hug að brjóta þær, þá
þarf ekkert eftirlit. Freistingarnar eru
miklar í dag og mér finnst umræðan,
t.d. meðal útvegsmanna, vera á réttri
leið með því að skoða sérstaklega regl-
urnar. Sjávarútvegsráðherra hefur sett
á stofn nefnd undir forystu Kristjáns
Þórarinssonar stofnvistfræðings hjá
LÍÚ og er nefndinni ætlaö ab gera til-
lögur um bætta umgengni um auð-
lindina.
Ég tel ekki, þó veiðieftirlitsmönnum
hafi fjölgað frá þessum eina sem ráð-
inn var í upphafi, að eftirlitið hafi vax-
ið úr hófi fram.
í dag eru starfandi 22 veiðieftirlits-
menn. Þar af eru tveir bundnir hér á
skrifstofunni. Hinir 20, sem sjaldan
eru ab störfum allir í senn, þurfa að
sinna eftirliti með rúmlega 2.000 skip-
um og 70 höfnum að auki um land
ÆGIR NÓVEMBER 1994 5