Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1994, Blaðsíða 10

Ægir - 01.11.1994, Blaðsíða 10
Aðalfundur LÍÚ Uggvænleg þróun - eigið fé minnkar „Brýnasta verkefni fyrirtækja í sjávarútvegi er a& aö styrkja eigin- fjárstöðu sína svo þau geti staðist sveiflur í aflaverðmæti, fiskistofnum og öðrum þáttum sem hafa áhrif á afkomu greinarinnar. Varað er við þeirri uggvænlegu jiróun að eigin- fjárhlutfall greinarinnar hefur minnkað um 10% á þremur árum. Þrátt fyrir nær óbreytt afurðaverð á mörkuðum erlendis og stöðugt minnk- andi þorskafla hefur sjávarútveginum tekist aö aö aðlaga sig erfiðum aöstæö- um í því efnahagsumhverfi sem grein- in býr við. Mikilvægt er að vextir á lánum greinarinnar lækki þannig að sjávarút- vegurinn fái staðið undir erfiðri skuldastöðu sinni. í því sambandi skiptir miklu að dregið veröi úr halla- rekstri ríkissjóðs og þannig dregið úr lánsfjárþörf hans á innlendum lána- markaði. Þá skiptir einnig miklu að opinberar álögur verði ekki auknar á atvinnuveg- inum. Því er mótmælt að lagðar skuli sérstakar álögur á greinina með lögum til þess aö standa undir úreldingu fiski- skipa og fiskvinnsluhúsa. í engri ann- arri atvinnugrein í frjálsu markaöshag- kerfi þekkjast svipaðar kröfur. Skyn- samlegra er að afrakstri af atvinnuveg- inum í framtíðinni sé variö í nýfjár- festingu og uppbyggingu. í dag er ekk- ert nýtt fiskiskip í smíðum fyrir útveg- inn þótt fyrir liggi mikil þörf á endur- nýjun, t.d. loðnuflotans. Fagnaö er áformum Fiskveiðasjóðs um að veita þeim útgerðum, sem verða fyrir mestri kvótaskerðingu vegna þorskbrestsins, lán á meðan þau eru að komast yfir erfiðasta hjallann. Uppbygging þorskstofnsins er án nokkurs vafa arðbærasta fjárfesting sem þjóðin getur tekið sér fyrir hendur. Þess vegna er mikilvægt að þeim hluta flotans sem verður fyrir mestum áföllum vegna þessa verði hjálpað með því að fella niður tímabundið opinber gjöld svo sem tryggingargjald launa og aflagjald. Staða sjávarútvegsins væri önnur og verri ef ekki hefði verið stöðugt verö- lag hér á landi undanfarin ár. Mikil- vægt er að standa áfram vörð um þann árangur sem náöst hefur í efnahags- stjórnun þjóðarbúsins. Lægri verð- bólga á íslandi en í nágrannalöndun- um er forsenda þess að samkeppnis- staba íslenskra fyrirtækja batni og atvinnulifið eflist á ný og geti mætt þeirri skyldu sinni að útvega 20.000 ný störf fram til aldamóta. Til þess aö svo megi verða þarf samstillt átak stjórn- valda, heimila og fyrirtækja." Þannig hljóðar efnahagsályktun 55. aðalfundar LÍÚ sem haldinn var á Hót- el Sögu 27.-29. október sl. Á fundinum voru margar ályktanir gerðar og sam- þykkt að hvetja til þess að hvalveiðar hefjist að nýju strax næsta sumar. Rækjuveiðar Rækjuveiðar voru mikið ræddar á fundinum og samþykkt aö hvetja til þess að auka heildarafla úthafsrækju á fiskveiöiárinu 1994-1995 og leyft verði að veiða 5% umfram aflamark úthafs- rækju sem flytjist þá milli ára. Aðal- fundurinn skorar á sjávarútvegsráð- herra að fella úr gildi svæðaskiptingu á úthafsveiðirækju og telur engin rök hníga til þess ab skip norðan Bjarg- tanga og austan Ingólfshöfða séu rétt- minni til rækjuveiða við ísland en úthafsveiðirækjuskip vestan Ingólfs- höfba og sunnan Bjargtanga sem mega veiða allt umhverfis landið. Meira frelsi Aðalfundur LÍÚ skorar á Alþingi ísl- endinga að taka til endurskoðunar 12. grein og 23. grein í lögum um stjórn fiskveiða sem þingið samþykkti í maí 1994. Markmiöið er ab rýmka á ný heimildir til framsals aflaheimilda en nú er bannað að flytja meira aflamark til skips en sem nemur aflamarki því sem skipinu var úthlutab í upphafi árs. Hvatt er til breytinga þannig að flutn- ingur milli skipa í eigu sömu útgerðar sæti ekki takmörkunum og ákvæðin verði þannig að óheimilt sé að flytja til skips aflamark hafi skipið látið frá sér meira en 15% af úthlutun í sömu teg- und. Efla þarf Landhelgisgæsluna Aðalfundur LÍÚ skorar á ríkisstjórn- ina að efla starfsemi Landhelgisgæsl- unnar. Nú, þegar íslenski fiskiskipa- flotinn sækir í stórauknum mæli á fjarlæg mið, er nauösynlegt að Landhelgisgæslan hafi yfir að ráða stórum og vel búnum varðskipum sem þjónað geti hlutverki sínu sem björgunar- og aðstoðarskip. Með hliðsjón af þessu er nauðsynlegt að hefjast nú þegar handa við undir- búning að byggingu nýs varðskips. Þá veröur að gera þá kröfu að séð verði fyrir nægilegu fé á fjárlögum til þess aö reka hina nýju björgunarþyrlu án þess að skert veröi sú þjónusta sem Landhelgisgæslan getur veitt miðað við þann skipakost sem hún hefur yfir að ráða. □ Ostrumeistari Sam Tamsanguan opnaði og framreiddi flestar ostrur í keppni sem nýlega fór fram í London á vegum Tabasco-sósufyrirtækisins en slík sósa þykir einmitt ómissandi þegar ostrur eru á borðum. Sam opnaöi 30 stykki á 3 mínútum og 41 sekúndu. Þess má geta að Sam varð í öðru sæti í heimsmeistarakeppni í ostruopnun sem fram fór á írlandi fyrr á árinu en þar laut hann í gras fyrir Bertrand Gonthier frá Frakklandi. (Seafood News okt. 1994) 10 ÆGIR NÓVEMBER 1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.