Ægir - 01.11.1994, Qupperneq 11
Heilræði til eigenda kælikerfa
Umræ&a um vanda kælikerfaeigenda hefur farib vax-
andi eftir því sem skilningur manna eykst á hættunni
sem umhverfinu stafar af gáleysislegri umgengni um
þau. Sveinn Jónsson vélstjóri og baráttumaður fyrir
bættum vinnubrög&um í kæliiðna&i tók saman eftirfar-
andi heilræ&i fyrir eigendur kælikerfa:
Búast má viö að verðlag á R-12 og R-502 muni verða tvö-
falt hærra í lok ársins og jafnframt lækkandi verð á stað-
gengiefnunum nýju. Framundan er allsherjar skráning
kælikerfa til sjós og lands. Samkvæmt 15. grein ósón-reglu-
gerðar eru fyrirmæli til þjónustuaðila um eigið innra eftirlit
með ósóneyðandi kælimiðlum og ennfremur eru kvaðir um
dagbókarfærslur og innra eftirlit lagðar á gæslumenn við
þrýstiberandi kerfi sarriKvæmt reglugerð nr. 12/965 og vitn-
ast til 16. greinar upp að 28. grein þeirrar reglugerðar. Til-
búnir eru gátlistar í samræmi við báðar reglugerðirnar. Enn-
fremur skráningarvottorð kælikerfa, þrýstiprófunar- og loft-
tæmingarvottorð með hliðsjón af nýjustu tillögum í kæli-
stöðlum. Héðan í frá er kæliþjónustumönnum ekkert að
vanbúnaði að hefjast handa með eigið innra eftirlit og sam-
ræmda skráningu allra þeirra kerfa er þeir þjóna.
Hvaða heilræði eru til handa KFK-kælikerfaeigendum og
notendum og eru vænleg til þess að leysa þau óumflýjan-
legu vandamál sem blasa við nú þegar?
Norsku heilræðin í Scanref 5. tbl. 1993 hæfa hérlendis
þótt Norðmenn hafi tekið vandamálin til meðferðar fyrir
nokkrum árum. Þau eru á þessa leið og höfða mjög vel tii
íslenskra aðstæðna.
1. skref:
Skrá yfirlit um eigin kælikerfi
Gerð kerfis, aldur hvers kerfis, magn og tegund KFK
hvers kerfis. Lekaferill hvers kerfis undanfarin ár. Hverjar
eru orsakir lekans? Hvað er gert í þéttimálum? Hvað hefur
sá leki kostað? Hafir þú ekki eigin kunnáttumann viður-
kenndan til slíkrar úttektar ber þér að semja við viður-
kenndan einstakling eða viðurkennt fyrirtæki vegna hins
lögboöna forvarnareftiriits með ósóneyðandi efnum.
2. skref:
Hefja framkvæmdir nú þegar og gera kerfin þétt
Nýleg og eldri kerfi, illa hönnuð (með nýjustu kælistaðla
í huga) og dýr í rekstri skal afleggja eða endurnýja (sjá 3.
skref). Allar lagfæringar séu gerðar samkvæmt nýjustu kæli-
stöðlum og sem kerfiseiganda ber þér aö leita eftir KFK-frá-
hvarfstilboði yfir á viðurkennda miðla, 15-20 ára lausnir
eða langframalausnir. Forvarnaeftirlitstilboði með kælikerf-
um þínum skaltu gjarna leita eftir varðandi öll tiltæk ráð til
að fyrirbyggja kælimiðilsleka og gangtruflanir. Við stærri
kerfi skal setja lekaviðvörunartæki.
3. skref:
Fá kostnaðartilboö
Fá kostnaðartilboð um skammtíma 15-20 ára lausnir eða
langframalausnir sem meta þarf eftir gerð og aldri KFK-kerf-
anna og bera saman kosti R-22 og blöndur með R-22 ab
hluta til sem hafa 0,03 eða lægri eyðingarmátt. Copland
býður í stefnu sinni R-22 vélar með nýjum smurolíum sem
hæfa framtíðar HFC-kælimiðlum. Á ný kerfi koma til greina
R-143a og margar klórfríar HFK-blöndur eru í boði. Enn-
fremur koma til greina á ný kerfi NH3 propan, isobutan og
COz sem er verib að hefja til vegs og virðingar á ný.
Vönduð kerfi með lekaferil í núlli síbustu ár starfi óbreytt
um sinn. Safna skal R-12 og 502 til endurvinnslu af breytt-
um og aflögbum kerfum til varasjóðs fyrir vönduðu kerfin
er að ofan greinir þar til nýju efnin lækka verulega í verði.
Frá og meb 1. janúar 1996 verður ekki leyft að nota R-22
á ný kælikerfi hérlendis samkvæmt reglugerð nr. 546
1. nóv. 1994. O
MESA
fiskvinnsluvélar
Við kynnum MESA 300 B fjölnota fiskvinnsluvél
Með vélinni má auðveldlega vinna eftirtalin verk:
• Barða tindabikkju
• Snyrta flök úr salti
• Hausa og trimma kola og grálúðu
LEITIÐ NÁNARI UPPLÝSINGA
ÆGIR NÓVEMBER 1994 1 1