Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1994, Side 12

Ægir - 01.11.1994, Side 12
Skipavík í Stykkishólmi: Alhliða þjónusta við flotann „ I'aft hefur verið reynt að skjóta sem flestum stoðum undir reksturinn og við höfum ekki tekið mikinn þátt í þeirri ævintýramennsku sem er í kringum útbob í þessari atvinnugrein," sagði Ólaf- ur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Skipavíkur hf. í Stykkishólmi, í sam- tali vib Ægi. Skipasmíða- stöðin Skipavík er ein af fáum stöbvum á landinu sem enn annast viðgeröir á tréskipum. Ólafur sagði að þeim færi fækkandi sem kynnu til verka á því sviði og erfitt væri orðið að fá hæfa menn til þess. Skipavík var stofnuð 1967 og á fyrstu árum þess starfaði það einkum ab skipasmíði, nánar tiltekið smíði tré- báta. Samdráttur í þeirri atvinnugrein, mannekla og dýr húsbygging kom fyr- irtækinu í verulega erfiðleika á árunum 1973-75 en með tilstyrk nýrra hlut- hafa og þátttöku Vélsmiðju Kristjáns Rögnvaldssonar, Byggðasjóðs og Stykk- ishólmsbæjar var því komið á laggirn- ar á nýjan leik. Nú eru starfsmenn 20-25 eftir árstíðum og verkefnum og fer hægt fjölgandi. Þeir voru fæstir um 15. Ársvelta Skipavíkur var um 90 milljónir á síðasta ári. Staðan er góð „Skuldastaða fyrirtækisins er allgóð og með því lægsta sem gerist," sagði Ólafur. „Við höfum ekki tapað mjög miklu á þeim gjaldþrotum sem hafa verið svo tíð á undanförnum árum. Við höfum verið meb mörg og smá verk og þannig dreift áhættunni ef svo má segja." Verkefni fyrirtækisins eru margþætt. Enn eru stundaðar viðgerðir og breyt- ingar á skipum og bátum. Dráttar- brautin getur tekið upp 450 tonna þunga og hægt er að taka allt að 27 metra löng skip inn í hús til viðgerða. Skipavík getur þannig unnib í nokkrum skipum í einu og þannig var verið að sandblása lest í einum bát og skipta um eikarplanka í öðrum þegar Ægir ræddi við Ólaf. Þó Skipavík smíði ekki skip lengur eru skip lengd, stækk- uð og þeim breytt, skipt um vélar, ný tæki sett upp og innréttingar smíðað- ar. Á undanförnum árum hefur fjárfest- ingum í fyrirtækinu verið haldið í lág- marki en lögð áhersla á viðhald. Nýlega var bætt við tækjum til smíði á frystipönnum en eftirspurn eftir þeim hefur vaxib í kjölfar fjölgun- ar frystitogara. Ólafur sagbi að pönn- urnar væru næstum klæðskerasaumað- ar fyrir hvern og einn viðskiptavin því allir hefðu sína skoðun á því hvernig pönnur væri best ab nota. Pönnurnar eru ýmist úr ryðfríu stáli eða áli. Smíðar vélar til skelfiskveiða og vinnslu Umtalsverð umsvif eru á sviði fram- leibslu fyrir skip og báta og vinnslu í landi. Skipavík framleiðir plóga til skelfiskveiða, flokkunarvélar um borð í bátana sem stunda veiðarnar og vélar fyrir vinnsluna í landi. Þessi hluti starf- seminnar hvílir á tryggum grunni hörpudiskveiða sem stundaðar eru í Breiðafirði og hefur vaxið fiskur um hrygg með auknum veiðum á ígulker- um við Breiðafjörð og víðar. Hluti framleiðslunnar fer til útflutnings og hefur Skipavík af því talsverðar tekjur. Óiafur sagði að skelfiskvélarnar væru að hluta til þeirra eigin hönnun en reynslan hefði kennt mönnum sitt- hvað í þeim efnum. Nýjasta byltingin í hönn- un skelplóga er að hafa þá á hjólum sem léttir þá I drætti og minnkar þar með olíueyðslu skipsins og dregur úr spjöllum á hafs- botninum. Skipavík selur ekki ab- eins tæki til veiða og vinnslu því Skipper-skip- stjórastólar, sem fyrirtækið flytur inn frá Danmörku, hafa notiö talsverðra vin- sælda. Skipavík hefur selt slíka stóla um borð í tog- ara og fiskiskip og þeir þykja þægilegir og traustir. Byggingavörur og brennivín Skipavík starfrækir byggingavöru- deild þar sem seldar eru allar hefb- bundnar byggingavörur, verkfæri, málning, veiðarfæri og hvaðeina sem flotann kann að skorta. „Við reynum að veita viðskiptavin- um okkar alhliða þjónustu hvort sem þeir eru á sjó eða í landi. Rekstur bygg- ingavörudeildarinnar hefur gengið vel og skilaöi hagnaði á síðasta ári meðan annar rekstur stóð í járnum," sagði Ólafur. Reyndar má halda því fram að Skipavík sinni mjög mörgum þörfum viðskiptavina sinna því nýlega var opnaö útibú frá Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins í húsakynnum Skipa- víkur og ÁTVR og Skipavík samnýta starfsmenn vib afgreiðslu á áfengi og byggingavörum. Ólafur segir að framtíð Skipavíkur sé ágætlega traust og kveðst vera fremur bjartsýnn en efast um ab skipasmíöar hefjist á ný í hans stjórnartíð. □ Úr Skipavík í Stykkishólmi. 12 ÆGIR NÓVEMBER 1994

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.