Ægir - 01.11.1994, Page 18
Sjavarutvegsnefnd um Fiskifélagið
Starfsemi Fiskifélags íslands hefur tekib nokkrum breytingum á undanförnum
árum meb tilkomu Fiskistofu. Verkefnum félagsins hefur fækkaö og þær raddir
heyrast ab rétt sé að leggja félagið nibur. Hvert finnst þér að hlutverk Fiskifé-
Iagsins eigi að vera, skyldur þess og verkefni, eða er rétt að hætta starfsemi þess?
Steingrímur J. Sigfússon Ingibjörg Pálmadóttir Guðjón A. Kristjánsson Gunnlaugur A. Stefánsson
Steingrímur J. Sigfússon
Alþýðubandalagi
Skref afturábak
„Ég teldi þaö skref aftur-
ábak ab hætta starfsemi
Fiskifélagsins eins og nú er
háttað uppbyggingu stofn-
ana sjávarútvegsins. Fiski-
stofa er opinber stjórnsýslu-
stofnun, einhvers konar
framlengdur armur fram-
kvæmdavaldsins sem er sí-
fellt að taka ákvaröanir er
varða viðkvæma hagsmuni í
greininni. Það fer því ekki
auðveldlega saman við þetta
stjórnsýsluhlutverk að safna
og miðla meb hlutlausum
hætti upplýsingum, fylgjast
með og stuðla ab þróun og
nýsköpun á faglegum
grunni, vera málstaður
greinarinnar út á við, sam-
eiginlegur vettvangur allra í
sjávarútvegi o.s.frv. Vissu-
lega skiptir máli í þessu
sambandi hvernig félags-
kerfi sjávarútvegsins þróast
að öðru leyti. T.d. hvort til
verba heildarsamtök allra í
sjávarútvegi með sjálfstæða
stöbu gangvart stjórnvöld-
18 ÆGIR NÓVEMBER 1994
um, sbr. sameiningu bænda-
samtakanna (sameining
LÍÚ, SF, Fiskiþings o.fl.).
Með tilkomu slíkra heild-
arsamtaka gætu auðvitað
skapast forsendur til ab
stokka upp verkaskiptingu
milli aðila þannig að annars
vegar yrði um að ræða ráðu-
neyti og stjórnsýslustofnan-
ir, hins vegar heildarsamtök
á faglegum grunni sem sæju
um ýmis þau verkefni sem
Fiskifélagið sinnir eða hefur
sinnt.
En þar til þessar aðstæður
eru fyrir hendi á ekki að
leggja Fiskifélagið niður og
það á að annast þau verk-
efni sem að ofan greinir."
Ingibjörg Pálmadóttir
Framsóknarflokki
Sameining greininni
farsæl
„Ég tel ab umræðan um
Fiskifélag íslands, sem er
virðuleg stofnun á níræðis-
aldri, sé af hinu góða. Yfir-
lýsingar formanns LÍÚ,
Kristjáns Ragnarssonar, að
Fiskiþing sé úrelt og gefi
ekki raunhæfa mynd af
samtökum innan sjávarút-
vegsins hafa vakið heiftarleg
viðbrögð eins og reyndar
flest sem sá ágæti maður
segir. Ekki ætla ég ab segja
að sannleikanum verði hver
sárreiöastur en ég leyfi mér
að fullyrða að ef á annað
borð er framtíð í samtökun-
um muni þessi vibbrögð
verba til þess að spýta nýju
blóbi í þau, efla þau og
styrkja því óneitanlega hef-
ur stundum verið ótrúlega
mikil þögn yfir ályktunum
frá Fiskiþingi.
Kall tímans nú er að sam-
eina hin ýmsu samtök t.d.
innan landbúnaðarins og
nú gerast þær raddir hávær-
ar ab Samtök fiskvinnslu-
stöðva og LÍÚ eigi að ganga
í eina sæng. Ég hef mikla trú
á að það væri greininni í
heild farsælt.
Þegar ég er spurð hvert sé
framtíðarhlutverk Fiskifé-
lagsins tel ég því að áfram
verði félagið vettvangur
upplýsinga og fræðslustarf-
semi og skoðanaskipta inn-
an ólíkra greina sjávarút-
vegsins þar sem viðhorf fisk-
vinnslufólks og sjómanna fá
aukið vægi."
Guðjón A. Kristjánsson
Sjálfstæöisflokki
Slæmt verk að leggja
félagið niður
„Það fer ekki á milli mála
að Fiskifélag íslands þarf ab
starfa áfram. Ástæður þess
eru meðal annars eftirfar-
andi.
Fiskifélagið og Fiskiþing
eru nú nánast eini vettvang-
urinn þar sem menn úr öll-
um starfsgreinum sjávarút-
vegsins hittast og ræða sín
mál með öll sjónarmið inni
í umræðunni. Það er að vísu
afar leitt til þess að vita að
LÍÚ skuli nú vilja einangra
sig frá umræðunni, en til
þess ber að líta að því meiri
ástæða er til að hver og einn
hinna sem vilja samstarfs-
vettvang og bein skoðana-
skipti innan sjávarútvegsins
haldi samstarfinu áfram.
Þrátt fyrir harðar deilur
hagsmunaaðila og snörp